Þegar æfintýrin gerast
Þessi ferð var farin sumarið 2008 þegar færslan var upphaflega sett inn en í henni var þá eiginlega ekki neitt annað en kort af gönguleiðinni sem var farin. Þar sem þessi færsla virðist vera frekar vinsæl hjá þeim sem leita á Google eftir upplýsingum um gönguferðir á þessum svæðum er skemmtilegra að það standi eitthvað í henni. Megnið af því sem hér kemur fram er fært inn sumarið 2011 eftir minni og bestu getu.
Nautalda í sjónmáli: Hópurinn nálgast Nautölduver og Nautöldu. Fyrirhugað tjaldstæði var handann öldunnar í Helgabotnum.
Undir Nautöldu eru Helgabotnar skv. kortum sem eru þá væntanlega þessar dýrindis fínu uppsprettur sem þarna eru. Vatn verður ekki mikið betra en þarna þar sem það gubbast út úr jörðinni.
Þægileg ganga upp á ölduna sem gaf hið ágætasta útsýni.
Á leið inn með Ólafsfelli í kvöldgöngu. Leiðin sem við völdum þarna yfir var óttalega drulluleið og sökk maður nokkuð hressilega á köflum.
Uppblástur fyrir norðan Þjórsárver. Myndin er tekin undir Ólafsfelli og litla fjallið á myndinni er Nautalda. Undir Mautöldu vinstra megin sést glampa á kofann sem er þar.
Á myndinni má sjá jökulruðninginn fyrir framan Múlajökul í sunnanverðum Hofsjökli. Jökullinn hefur rutt upp jökulgörðunum sem eru bogadregnir fyrir framan hann og sýna hvað jökullinn náði langt áður en hann fór að hopa.
....Smella bara á kortið til að fá það stærra