Og arkað á Skjaldbreiði
Rósa, skugginn hennar, snjórinn og Skjaldbreiðan
Skjaldbreiður á laugardegi Loksins var eitthvað gert. Undir yfirskini æfingaferðar var haldið af stað á laugardegi og fari á Þingvöll. Þar strengdum við heit vor sem fólust í að arka á Skjaldbreiði sem Gunnar Dal kenndi mér einhvern tíman fyrir martlöngu að beygðist eins og Matthildur sem hefur gengið með okkur útum allt á skíðunum eða þá Ragnheiður sem reyndar er frænka mín. Hann heitir sem sagt ekki Skjaldbreiður heldur heitir hún Skjaldbreiður og þangað upp skyldi haldið.
Við vorum fjögur talsins. Eitthvað mismunandi skíðavön og sum ekki alveg laus við flensu. Og sú fimmta reyndar heima af þeim sökum. Jeppar tveir, Kópur og Cesar voru kátir á the impassible road inn í Bolabás og hoppuðu og skoppuðu yfir snjóskaflana. Hjólförin reyndar töluvert til að hjálpa og jafnvel til að gera ferðalagið mögulegt. En það var kæti í hópnum. Sól úti og hið besta veður.
Veðrið reyndist síðan reyndar vera eitthvað gluggaveður því þegar út úr fararskjótunum var komið var þar brunagaddur og hávaðarok. Þetta var eitthvað annað en um var rætt var muldrað en svo var bara bitið á jaxlinn. Lambhúshettan dregin niður og bætt við einu vettlingapari. Af stað var haldið.
Umdeild má vera hve ferðin sóttist vel en það var kominn heill kílómetri í sarpinn eftir einn tíma. Með sama áframhaldi yrðum við ekki komin til baka fyrr en eftir myrkur. En svo batnaði veðrið og þetta skipti ekki máli því það var bara gaman.
En svo var í fjallið var komið. Þar voru brekkur og meiri brekkur. Jón Bjarni hafði þær heimildir helstar að á þessu fjalli héldi maður alltaf að maður væri alveg að koma upp en svo bættist bara ein brekkan við. Það stóð heima. Um Skjaldbreiði má nefnilega segja að undarlegt er hve algengt er, alsíðasta brekkan. En eftir mikinn svita og töluverðan andardrátt var loksins komið alveg upp. Þar voru einhverjir vélsleða og risajeppar. Heilsað var upp á félaga úr HSSR sem voru í æfingaferð og svo var mauluð flatkaka, kleina og nektarína. Veðrið var gott og svo var það niðurleiðin. Í fögrum hlykkjum var svifið um eins og vindurinn og brátt vorum við komin niður allar brekkur. Þar upphófst heimferðin sem sóttist ekki verr en svo að í bílana var komið um hálfátta, níu og hálfum tíma eftir að stað hafði verið farið. Nokkuð vorum við uppgefin, þreytt og sæl og alveg þokkalega vatnslaus. Ástandið í hópnum var reyndar hálfvegis farið að jaðra við heilkenni sem koma þegar einkenni verða of mörg til að góðu hófi geti gengt.
| Saturday for Skjaldbreiður Finally something serious to do! There is a mountain called Skjaldbreiður and that was our goal. We had to drive through some snow to get where we planned to start skiing.
Four of us were together. Me, Páll Ásgeir, Rósa Sigrún and Jón Bjarni. I have been skiing from time to time with Palli and Rosa the last ten years. I met them first while crossing the great glacier Vatnajökull more than ten years ago. But I work with Jón Bjarni and he went with me several years ago to Mt Kilimanjaro.
Part of the group is planning a great skiing tour around Easter. Then we will walk for four days and sleep in all kinds of primitive Icelandic mountain huts, some made of mud or nothing.
After some terrible cold wind in the beginning we had the great weather with us almost all the way. We reached the top and then down again. And how terrible tired we were when reaching the cars after more than nine hours walking.
We went down the slopes, just as the wind. Then we had to walk all way back. The whole tour was about 32 km. That's about 20 miles I guess. And how terrible tired we were when reaching the cars after more than nine hours walking.
Part of the group is planning a great skiing tour around Easter. Then we will walk for four days and sleep in all kinds of primitive Icelandic mountain huts, some made of mud or nothing.
|
..