Sunday, August 26, 2007

Að vera í kuldanum

Kominn heim frá Tyrkjalandinu

The Turkish flag
það var fínt í Tyrklandinu en hroðalega heitt. Einhvern veginn kann maður betur að meta Klakann eftir að hafa verið svitnandi íu 40°C plús í heila viku.

En nú verður sagt frá Tyrklandsæfintýrinu í grófum dráttum svona einhvern veginn. Það var sum sé Tyrkland þar sem Adaturkur réð ríkjum einhvern tíman og var förinni heitið til hins rómaða staðar Marmaris. Þar ku sólin skína skærast og saklaus lýðurinn drepast hvað hraðast úr hita. Fyrst var reyndar að koma sér upp í flugvél og til borgarinnar Dalaman. Ferðafélaginn var reyndar Elísabet sem var í svipuiðum erindagjörðum og ég til Tyrklandsins, sum sé að hitta makann. Ég að hitta mína HK en hún að hitta sinn Heimich.

The hotel Flugferðin var alveg öðal og rútuferðin ágæt líka en eitthvað fór maður að finna fyrir hinum rómaða hita þarna. Hótelið var Anastasia og svo var reyndar Elísabet og Heimich á Ilayda... eða ég held að það hafi verið skrifað þannig. Svo loksins hittist maður HK og það var fengið sér að borða um miðja nótt og svo farið að sofa.

Morguninn eftir var búið að kveikja á bakarofninum og var maður við það að bráðna. Reyndar var ég bara ágætur fannst mér í hitasvækjunni miðað við marga en þetta var samt allt of heitt fyrir manns smekk og reyndar flestra fannst mér.

Svo var rölt í bæinn og þá var auðvitað komið við, bæði á fótboltabarnum og hjá kistlakaupmanninum honum Mustafa!

Mustafa the secret box maker

Hann var alltaf hinn elskulegasti við mig og hana Darling (les HK). Síðan var eitthvað áfram rölt og ætli það hafi verið þennan dag eða einhvern annan sem maður fór í rakstur. Mar var rakaður í framan sérdeilis fínt...

At the turkish barber

Rakað innan úr nösunum á manni og það sem flottast var, brend af manni eyrun!

At the Tuyrkish barber

Svo var einhverjum dularfullum maskara troðið framan í mann og maður nuddaður smá og svo bara bjúið. Fimmtán lírur takk - special price for you... are you from Iceland... then I give you the very best prize!!! Eins og oft áður þá höfðu kaupmennirnir betur. Raksturinn átti að kosta 5 lírur en svo með því að bæta grænu drullunni framan í mann þá tókst þeim að þrefalda verðið! Svona eru nú tyrkneskir verslunarhættir stundum. Alveg nema þegar kom að því að kaupa rúmteppið!

Þá gekk þetta alveg ágætlega þangað til við ákváðum að kaupa ekki neitt! Það gekk ekki of vel í þá kaupahéðna og til að losna í burtu eftir að hafa þegið te hjá þeim ætluðum við að vera rosalega elskuleg og bjóða þeim að taka bara nafnspjald hjá þeim og láta allan 120 manna hópinn sem við vorum með vita um þá. Við það rann algjör berserksgangur á þá tyrknesku teppasölumenn. Teppið sem átti upphaflega að hafa verið 420 lírur en var komið ofan í 320 lírur datt skyndilega ofan í 150 lírur og af því að við vorum ekki nógu fljót að segja já, þá var það allt í einu komið í 100 lírur. Teppisskömmin hefði líklega orðið ókeypis eftir svona 5 mínútur. Við hættum ekki á það heldur drifum okkur í að takast í hendur um þetta og lofuðum að láta alla okkar vini vita um hvað þeir væru með frábær teppi! Veit ekki alveg hvað hann hefði gert ef hann hefði vitað að þetta voru 120 menntaskólanemar ekki alveg á þeim buxunum að eyða öllum peningunum sínum í mottur eða rúmteppi. En hvað um það, teppið varð okkar! Það er reyndar ekki til nein mynd af kaupunum þar sem of mikið gekk á til þess að hægt væri að fara að taka myndir þar en svona lítur það út heim komið!

The carpet for 100 lira

hehemmmm.... en þetta var víst skólaferð þannig að það var efnt til sportviðburða. Fótboltamótið bar þar hæst...

Football!!!

Svo gerðist maður menningarlegur og fór með kláru krökkunum til Efesus þar sem menning reis hæst fyrir martlöngu. Þar átti að vera sá mest kæfandi hiti sem hugsast getur en var samt eiginlega ekki. En bara rosalega mikið af fólki arkandi út um allt!

All the people in Efesus
Fólk á gangi einhvers staðar í Efesus

Efesus
Framhlið bókasafnsins, Library of Celsius

Temple of artemisSvo vorum við ekki minna menningarleg þegar við komum að einu af sjö undrum veraldar, Artemis hofinu. Reyndar er bara ein súla eftir af því og jafnvel ekki einu sinni það þar sem hún var reist nýlerga til að sýna hvernig súlurnar voru í hofinu.
.
.
.
.
.
.
.
.
.

En alltaf tókst okkur að koma við á Fótboltabarnum þar sem var hægt að fá snarl,
bjór, gin í tónik, vodka redbúl og svo ekki síst internet eins og hver gat óskað sér!

At the football bar

Heimleiðin var svo söguleg. Fljótlega var einn orðinn veikur í maganum og farinn að kasta upp og svo annar og ennannar. Eitthvað yfir 10 manns voru komnir með blóðuppköst þegar komið var til Ísalandsins. Grillveislu var kennt um og ekki öll kurl komin til grafar þar sem HK liggur núna ekki of góð í mallanum. Þannig er nú víst stundum að fara til svona framandi landa!


....

No comments: