Wednesday, August 29, 2007

Að fá góða gesti og hafa magann ekki í lagi

Það voru sem sagt gestir í gærkvöldi hjá okkur!

At the dinner table

Það voru góðir gesti í gærkvöldi og gott á borðum... indverskt var það heillin. Reyndar fórum við einföldu leiðina með að kaupa bara af Austurlandahraðlestinni. En samt svona líka hóm-meid með sallati og sósunni sem ég man aldrei hvað heitir en Stebbi sagði hvernig ætti að búa til var... [rahita heitir hún nú vístast!]

Gott að borða en maginn eitthvað enn í fýlu eftir Tyrklandið. Kannski ekki neitt von á góðu þegar maður heyrir útundan sér að það sé kannski eitthvað dýr þarna einhvers staðar sem veldur þessu öllu... einhvers staðar innan í manni. Nei, ætli það geti nú verið.



....

Sunday, August 26, 2007

Að vera í kuldanum

Kominn heim frá Tyrkjalandinu

The Turkish flag
það var fínt í Tyrklandinu en hroðalega heitt. Einhvern veginn kann maður betur að meta Klakann eftir að hafa verið svitnandi íu 40°C plús í heila viku.

En nú verður sagt frá Tyrklandsæfintýrinu í grófum dráttum svona einhvern veginn. Það var sum sé Tyrkland þar sem Adaturkur réð ríkjum einhvern tíman og var förinni heitið til hins rómaða staðar Marmaris. Þar ku sólin skína skærast og saklaus lýðurinn drepast hvað hraðast úr hita. Fyrst var reyndar að koma sér upp í flugvél og til borgarinnar Dalaman. Ferðafélaginn var reyndar Elísabet sem var í svipuiðum erindagjörðum og ég til Tyrklandsins, sum sé að hitta makann. Ég að hitta mína HK en hún að hitta sinn Heimich.

The hotel Flugferðin var alveg öðal og rútuferðin ágæt líka en eitthvað fór maður að finna fyrir hinum rómaða hita þarna. Hótelið var Anastasia og svo var reyndar Elísabet og Heimich á Ilayda... eða ég held að það hafi verið skrifað þannig. Svo loksins hittist maður HK og það var fengið sér að borða um miðja nótt og svo farið að sofa.

Morguninn eftir var búið að kveikja á bakarofninum og var maður við það að bráðna. Reyndar var ég bara ágætur fannst mér í hitasvækjunni miðað við marga en þetta var samt allt of heitt fyrir manns smekk og reyndar flestra fannst mér.

Svo var rölt í bæinn og þá var auðvitað komið við, bæði á fótboltabarnum og hjá kistlakaupmanninum honum Mustafa!

Mustafa the secret box maker

Hann var alltaf hinn elskulegasti við mig og hana Darling (les HK). Síðan var eitthvað áfram rölt og ætli það hafi verið þennan dag eða einhvern annan sem maður fór í rakstur. Mar var rakaður í framan sérdeilis fínt...

At the turkish barber

Rakað innan úr nösunum á manni og það sem flottast var, brend af manni eyrun!

At the Tuyrkish barber

Svo var einhverjum dularfullum maskara troðið framan í mann og maður nuddaður smá og svo bara bjúið. Fimmtán lírur takk - special price for you... are you from Iceland... then I give you the very best prize!!! Eins og oft áður þá höfðu kaupmennirnir betur. Raksturinn átti að kosta 5 lírur en svo með því að bæta grænu drullunni framan í mann þá tókst þeim að þrefalda verðið! Svona eru nú tyrkneskir verslunarhættir stundum. Alveg nema þegar kom að því að kaupa rúmteppið!

Þá gekk þetta alveg ágætlega þangað til við ákváðum að kaupa ekki neitt! Það gekk ekki of vel í þá kaupahéðna og til að losna í burtu eftir að hafa þegið te hjá þeim ætluðum við að vera rosalega elskuleg og bjóða þeim að taka bara nafnspjald hjá þeim og láta allan 120 manna hópinn sem við vorum með vita um þá. Við það rann algjör berserksgangur á þá tyrknesku teppasölumenn. Teppið sem átti upphaflega að hafa verið 420 lírur en var komið ofan í 320 lírur datt skyndilega ofan í 150 lírur og af því að við vorum ekki nógu fljót að segja já, þá var það allt í einu komið í 100 lírur. Teppisskömmin hefði líklega orðið ókeypis eftir svona 5 mínútur. Við hættum ekki á það heldur drifum okkur í að takast í hendur um þetta og lofuðum að láta alla okkar vini vita um hvað þeir væru með frábær teppi! Veit ekki alveg hvað hann hefði gert ef hann hefði vitað að þetta voru 120 menntaskólanemar ekki alveg á þeim buxunum að eyða öllum peningunum sínum í mottur eða rúmteppi. En hvað um það, teppið varð okkar! Það er reyndar ekki til nein mynd af kaupunum þar sem of mikið gekk á til þess að hægt væri að fara að taka myndir þar en svona lítur það út heim komið!

The carpet for 100 lira

hehemmmm.... en þetta var víst skólaferð þannig að það var efnt til sportviðburða. Fótboltamótið bar þar hæst...

Football!!!

Svo gerðist maður menningarlegur og fór með kláru krökkunum til Efesus þar sem menning reis hæst fyrir martlöngu. Þar átti að vera sá mest kæfandi hiti sem hugsast getur en var samt eiginlega ekki. En bara rosalega mikið af fólki arkandi út um allt!

All the people in Efesus
Fólk á gangi einhvers staðar í Efesus

Efesus
Framhlið bókasafnsins, Library of Celsius

Temple of artemisSvo vorum við ekki minna menningarleg þegar við komum að einu af sjö undrum veraldar, Artemis hofinu. Reyndar er bara ein súla eftir af því og jafnvel ekki einu sinni það þar sem hún var reist nýlerga til að sýna hvernig súlurnar voru í hofinu.
.
.
.
.
.
.
.
.
.

En alltaf tókst okkur að koma við á Fótboltabarnum þar sem var hægt að fá snarl,
bjór, gin í tónik, vodka redbúl og svo ekki síst internet eins og hver gat óskað sér!

At the football bar

Heimleiðin var svo söguleg. Fljótlega var einn orðinn veikur í maganum og farinn að kasta upp og svo annar og ennannar. Eitthvað yfir 10 manns voru komnir með blóðuppköst þegar komið var til Ísalandsins. Grillveislu var kennt um og ekki öll kurl komin til grafar þar sem HK liggur núna ekki of góð í mallanum. Þannig er nú víst stundum að fara til svona framandi landa!


....

Thursday, August 23, 2007

Tyrkjalandur

Thad er verid i hitanum

Thad er heitt, heitara, heitast!

Otrulegt hvad thad getur verid heitt og samt lifir madur thetta einhvern veginn af. Thad er sem sagt verid i henni Marmaris thar sem hitinn er 40 gradur plus. Er svona i virdulegu embaetti maka kennara MK inga sem eru her ad sola sig og skemmta ser.
A gangi i Efesus
Thad er buid ad fara i Efesus en svona adalleg slappa af og solbrenna.

Svo er bjuid ad vera mikid gaman og var efnt til MK open fotboltamots i gaerkvöld!
Ad kljast ı boltanum

En hehemm.... adalega hefur madur nu samt verid ad tana sig med ekki slakari arangri en thad ad madur verdur hugsanlega utnefndur kremkex arsins.


....

Wednesday, August 15, 2007

Já, það er ferðalagsbloggið

Betrara er seint en aldreigi

Road in the lava
Það var aldrei sem það var ekki farið í ferðalag sumarið 2007. Það var eiginlega verið á faraldsfæti meira og minna allt sumarið. Lagt af stað í heljarinnarreisuna um miðjan júlí og ekki komið heim fyrr en rúm vika var liðin af ágúst. Ég fyrst og HK svo.

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Æfintýrið á Torfajökli

the crazy couple on Torfajökull

Upphaflegt plan var alls konar. T.d. átti að draga með borubratta félaga nýliða HSSR í plampið en þeir sem við var reynt voru annað hvort einhverst staðar burtkallaðir eða með halta löpp eftir nýafstaðnar aðrar svaðilfarir. Svo voru einhver plön um að hafa þetta í bland göng og hjólatúr en hjólið manns var dæmt bæklað af sjondimann á hjólaverkstæðinu í Kópavogi og svo vantaði líka einherjar grindarskömm á ökutækið.

Fyrst sofið eitthvað í Fellsmörkur þar sem sumarið var búið að kaffæra allt en síðan haldið í Hólaskjól sem heimamenn einhverjir kalla víst Hólakofa hefur maður nýheyrt. Þar var Cesarur skilinn eftir en farið með brjálaða rútubílstjóranum í Landmannalaugar. Sá brjálaði var sko ekki Siggi á Hnappó ef einhver skildi halda það enda Siggi að dunda sér á kafi í heyskap.

Skemmtilegur strákur og skemmtileg stelpa í rútunni frá Germanalandiu, heilluð af Ísalandinu en fengu áfall í Landmannalaugum þegar þeim fannst þau vera komin á einhverja umferðarmiðstöð. Stungu upp á næstum í alvörunni að koma bara með okkur.

Leiðin sem ætlunin var að arka var að byrja í Landmannalaugum og fara þaðan um Reykjakoll og Skalla yfir í Hattver. Tjalda þar. Svo daginn eftir var það Torfajökull. Vaða Jökulgilskvíslina og finna svo einhverja færa leið upp á jökulinn. Fara einhvers staðar yfir hann miðjann og svo þaðan ofan í Strútslaug. Tjalda við laugina og baðast. Svo á þriðja degi ganga suður með Hólmsárlónum og berja Rauða-Botn augum. Síðan áfram í Álftavatnakrók. Tjalda þar og fjórða dag göngunnar skyldi svo haldið niður með Syðri-Ófæru og enda í Hólaskjóli.

torfajokull2007

Nú en við og sérstaklega HK þurfti að heilsa upp á fólk í haugum. Það var svona helst reyndar Palli landvörður og svo Nína og Smári staðarhaldar í stórverslun landmannalauga. Allt frábært fólk sem ég hafði ekki hitt áður.
Nína og Smári verslunarrekendur og listafólk í Landmannalaugum
Hjá Nínu og Smára fékk ég eðalis fínan kaffibolla, þann síðasta áður en lagt skyldi út í óvissuna. Svo fengum við bæði brjóstsykur að ógleymdri sólvörninni sem endaði reyndar á að verða af skornum skammti. Frábær búð hjá frábæru fólki.


hk climbing Landmannalaugar mountainEn gangan hófst upp Reykjakollinn. Það var sól og það var gaman. Gangan sóttist bara vel og eftir Reykjakollinn tóku við fleiri brekkur og svo brattari brekkur eftir það alveg upp á Skalla. Uppi á Skalla gafst gott tækifæri til að virða fyrir sér undarheim Torfajökulsins sem haldið skyldi á daginn eftir. Mikill kostur að fá útsýni á jökulinn þar sem hvorugt okkar hafði farið þessa leið yfir hann áður.
.
.
.
.
.
.
.

View over Hattver and to Torfajökull
Panorama yfir Torfajökul... það er hægt að smella á myndina til að fá hana hroðastóra

Hvernig leiðin sem við fórum er erfitt um að segja...

colors in hattver

Svo var gengið yfir Torfakulinn og því lauk ekki fyrr en við villtumst næstum því ofan í Strútslaugina. Þar tíðkast að taka sér bað og nauðsynlegur útbúnaður var auðvitað með í för.

Equipment for bathing in Strútslaug
Lykilbúnaður baðferða á hálendinu

Gott að hafa söndala til að spássera um og svo er ekki verra að hafa handklði til að þurrka sér. Eitt stykki handklæði í þvottapokalíki var með í för og reyndar tvö pör af sandölum. Þvottapokinn fékk nú reyndar bara frí þar sem ágætur þurrkur var og svo var striplast um í fámenninu!

Taking the second bath in Strútslaug
Í góðu yfirlæti í henni Strútslaug

Úr Strútslauginn var arkað um Hólmsárbotnana
Hólmsárbotnar
Panorama í Hólmsárbotnum... það er hægt að smella á myndina til að fá hana hroðastóra

Stones in a canion that wasn't expected!
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.

Mist over Alftavatnakrokur
Þokan kúrir yfir Álftavatnakrókinum




--------------------------------------------------------------------------------------------------

Fáfarnar slóðir í Veðurárdal

In the strange place Mávatorfa

Eftir gríðarlega mikið japl jaml og fuður varð úr að reyna við hinn dularfulla stað, Mávatorfu. Dulúð Mávatorfu er hvílík var okkur sagt að þegar bændur í Suðursveit heyra á hana minnst þá setur þá hljóða. Það kom ekki í veg fyrir að Fjölnir á Hala gæfi okkur greinargóða lýsingu á leiðinni. Fara upp Miðfellið strax þar sem þið komið að því eða jafnvel leita til vinstri með því. Alls ekki ganga inn með því til hægri sagði hann. Þar hafa menn lent í vandræðum, beinbrotum og alls kyns óáran. Svo bara fara fyrir ofan eða neðan skaflinn og eftir það er þetta svo gott færi að það mætti fara þar á hjóli.

Glacier walk

Ekki veit maður hvernig það hjól væri og við líka ekkert of góðir að fara efir leiðbeiningum og fórum einhvers staðar á kolröngum stað upp Miðfellið en komumst samt. Fórum síðan svo hátt að við forum langt fyrir ofan skafl og hjólafærið lét eitthvað bíða eftir sér. Gengum við lengi dags yfir varasaman skriðjökul og upp á hæstu tinda. Sáum þar útsýni sem menn sjá ekki á hverjum degi!

Norðan innri Veðurárdals
Séð yfir skriðjökulinn norðan Innri-Veðurárdals

Síðan tókst okkur að villast niður í fyrirheitnalandið, Mávatorfuna. Eitthvað er á reiki hversu margir hafa komið þangað en sjaldan heyrist hærri tala en 30 manns. Leggjum við trúnað okkar á það og munum trúa því að þarna höfum við komist á fáfarnastan stað Ísalandsins.

Innri Veðurárdalur og Mávatorfa
Séð yfir Veðurárdal og Mávatorfu... það má smella á myndina til að fá hana eitthvað stærri!

.
.

grein i frettabladinu.
.
.
En svo má nú bara líka lesa um þetta í Fréttablaðinu, hehehemmmmmm............
.
.
.
.
.
.
.
.


--------------------------------------------------------------------------------------------------

Í sumarfríi á austurlandi


One evening
Öldurnar brotna í fjörunni fyrir framan tjaldið okkar

Í Álftafirði
Fjörubíltúr í Álftafirði, eftir pönnukökurnar

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Farið til fjalla í landvörslu og alls konar

Happiness in Herðubreiðarlindir
Það var stutt gaman í Herðubreiðarlindum. Við HK tvö ein en allar skvísurnar í Dreka. Bilaðir hrútar, stíflað klósett, uppdæling úr rotþró og svona alls konar.

Svo fór minn í bíltúr yrir í Kverkfjöllin og það var líka gaman. Fínt að hitta Leif og Örnu og svo gaman að kinnast Heiðu og Huga og franska kokkinum. Bara stuð.

Arna and the assistant cook
Arna og hjálparokkurinn í Sigurðarskála

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Fellsmörkur

Green drops 2
Regndropar falla af greninálum Fellsmerkurinnar

Á undan og á eftir var verið í Fellsmörkur. Á meðan verið var á suðurlandi var fyrst farið í Fellsmörk áður en arkað var í Strútslaug. Svo var farið í Fellsmörk þegar það var búið. Svo var það Máfatorfan og aftur Fellsmörk. Höfn og Hildir og aftur Fellsmörk. Austurland, Landvarsla í Herðubreiðarlindum og svo aftur Fellsmörk!

En þá var farið um Sprengisandinn þar sem Aldeyjarfossinn varð á vegi vorum. Reyndr var ég þar orðinn einn á ferð því HK varð auðvitað eftir í Herðubreiðarlindum og þá reyndar komin upp í Drekann.
Aldeyjarfoss
Aleyjarfoss skartar sínu fegursta meðan vatnið rennur á nokkrum sekúndum!

Svo var ekið áfram og ekki áðum sinnt fyrr en skuggar voru farnir að myndast í vikurnámum undir Hekluhlíðum.
one shadow, one mountain, one world
Í skuggaleik á leið til Fellsmerkur...

Í Fellsmörkur var svona almennt afslappelsi hjá okkur HK á meðan við vorum á þvælinginum. Lesnar bókur, spígsporað um og haft það alveg eðalins gott. Kveikt upp í útiarni og sokkar hengdir upp á snúru!

My socks in the drying process...
Sokkar Raggans að þurrka sig í andvaranum á milli skúra... eða í skjóli við skúrinn hmmmm



My parents
Með gamla laginu slær sá gamli!

ERS_9780
Mamman og Gúnninn að pöta plöntunum niður



Verður vonandi fram haldið þegar maður verður ekki svona syfjaður og upptekinn við eitthvað!

Wednesday, August 08, 2007

Kominn til baka

Bara svona rétt nýskeð...

Er kominn til hennar Reykjavíkur frá því í gær og HK bara að koma á morgun. Eitthvað verður bloggað með einhverjum myndum svona að minnsta kosti þannig að maður muni sjálfur eitthvað hvað maður hefur verið að gera undanfarnar vikurnar!


....