Tuesday, June 27, 2006

Kem alveg af fjöllum

Varúð - hér kemur langlokublogg um æfintýri aðstoðarlandavarðar í Herðubreiðarlindum


my face
Kem núna af fjöllum í orðsins fyllstu merkingu og það ekki í fyrsta skipti og að öllum líkindum ekki í síðasta skipti. Fór að landvarðast með Hönnukötu í þarsóðustu viku. Það var mikið undarlegt.

Þetta hófst kannski allt saman daginn áður. En þá þurfti nebblega svona helst að finna eitthvert brúklegt ökutæki til að komast þarna inneftir eða kannski innanað eins og Egill söng einhvern tíman áður en flestir fæddust. En hann var verslaður á miðvikudegi og svo fenginn afhentur á fimmtudegi. Eftir vinnu var svo ætt af stað á honum drekkhlöðnum norður yfir heiðar. Það gekk allt vel en þó svona til að ofreyna hann ekki alveg þá var Brú í Hrútafirði gerð að áivangi. Hann var nú feginn hvíldinni klárinn en við HK gripum tækifærið og lögðumst til svefns.

Daginn eftir var gert víðreist um Skagafjörð og Erla frænka í Ameríku sem er komin á Sauðárkrók heimsótt. Enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Ljóst að maður þarf að líta við hjá henni þegar færi gefst sem mun nú að öllum líkindum verða aftur núna í sumar.

Á fjöllum er að mörgu að hyggja ef maður er landvörður altso.

Við skruppum upp í Dreka líklega þrisvar sinnum til að kanna hvort þar væri allt með kyrrym kjörum. Fyrsta ferðin fór aðallega í að skoða snjóalög á leiðinni inn í Öskju og þar var allt á kafi og ekki útlit fyrir að leiðin yrði mokuð næstu vikuna eða svo!
Snow in Askja
Slóruðum á leiðinni eins og okkur er einum lagið í annarri ferðinni sem aðallega var farin til að sækja dýnuver í Drekaskála. Réðumst á foss einn í Jökulsá og mynduðum hann með tilþrfifum. Brugðum fyrir okkur svörtum filter til að fá að taka myndina á óyndis löngum tíma. Fossinum fannst það gaman.
Waterfall in glacier river in the Mountains
Svo var þarna Herðubreið sem skartaði sínu fegursta.
Mt Herðubreid
Raunar varð til vatnslitamynd af sama sólarlagi á bakvið Herðubreið sem verður kannski sett inn einhvern tíman seinna. Enginn tími til þess núna ef ég ætla eitthvað að komast í háttinn.

Það sem samt helst bar til tíðinda þarna var farnskur ferðagarpur sem hafði í hyggju að fara yfir allt ísland. Kappinn er með bloggsíðu á frakknesku. Okkur leist ekkert of vel á ráðahaginn sem var að fara Dyngjufallaleið yfir í Nýjadal ef ekki Gæsavatnaleið. Niðurstaðan varð sú að hann skokkaði frá Öskju niður í Herðubreiðarlindir og þaðan niður á þjóðveg. Vona að hann hafi komst til síns heima en sé að hann er ekki búinn að uppfæra bloggið sitt. Ef ég man rétt átti hann að fljúga héðan í gær.

Þriðja ferðin var skiltaleiðangur aðallega. Það var ákveðið að opna veginn þarna uppeftir og landvörðum með ábyrgðartilfinningu þótti ekki ásættanlegt að láta misvelbúinn langferðalanginn lenda í vandræðum á illa förnum veginum og lögðumst við í skiltagerð af kappi.
making the sign
Brunuðum svo uppeftir um miðja nótt, lögðum okkur og settum upp skiltin að morgni. Það er ótrúlegt hvenær landverðir vinna. Vinnutíminn getur t.d. verið frá 8 að morgni til 5 að nóttu og svo er byrjað aftur um kl. 9 að morgni. Jáms, var einhver að tala um vinnuþrælkun eða halda allir að landverðir séu bara í sumarfríi uppi á fjölum? Einhvern veginn fannt mér það ekki.
the signs

Meðal annarra afreka má telja fugla og náttúruskoðun en við erum með í býgerð að búa til eitthvað efni fyrir landverði þessa sumars og næstu sumra til að byggja á. Myndir af gróður og dýralífi svæðisins.

Óðinshani

Og svo var skrifað í dagbækur af miklum móð.

Writing the diary

Svo var farið til byggða. Bergþóran kom og leysti af. Við HK fórum í brullaup eitt mikið á Egilsstöðum. Nei ekkert til Egils Daða heldur til Aðalsteins og Gyðu sem voru pússuð saman með pompi og prakt. Það tókst á hinn bestasta hátt og eru þau nú sampússuð á hinn kyrfilegasta hátt. Ég tók ógrinni af myndum af herlegheitunum enda um það beðið sérstaklega. Held að allir hafi bara verið sáttir við þá niðirstöðu.
it is summer you know
Við HK fengum annars líka það ágæta hlutverk að fara út að týna fífur. Úr því að Sesar [... en sá blái heitir sko "Sesar" af því að það helltist sesam olía ofan í hann og svo er hann svo keisaralegur!] var kominn í gang þá var okkur ekkert að vanbúnaði [en hann hafði kennt sér einhvers krankleika daginn áður og var nýskoppaður út af verkstæðinu]. Reyndar gekk okkur hálf illa að finna blessaðar fífurnar en þegar þær fundust þá var handagangur í öskjunni. HK fór hamförum og ég líka. Úr þessu komu líka þessir svaka fínu vendir! Þessi blómstur voru reyndar þegar til kom ekkert mikið notuð sýndist okkur en það skipti engu því þetta var að sjálfsögðu allt gert til gamans fyrir okkur líka.

Svo var farið aftur upp á fjöllin. Stutt stopp hjá mér að þessu sinni, bara ein nótt og svo haldið til byggða. Hrafnhildur komin til halds og trausts og þær báðar vinkonurnar þarna að halda uppi lögum og reglu á fjöllunum... Leiðin heim gekk án sérstakra áfalla. það réðist á mig svaðalegur regnbogi og reyndi að hefta för okkar Sesars...
the rainbow
Ég tók þá upp myndavél eina ferlega og skaut á hann í gríð og erg. Eitthvað lét hann sér nú segjast við þetta og lét í minnipokann. Svo var bara haldið heim.

Sesar var nú eitthvað eftir sig og harðneitaði að fara í gang núna í morgunn. Ventó hljóp í skarðið. Verslaðir voru hinir sverustu startkaplar og þeim brugðið á hann. Ekkert gekk fyrr en ég tengdi vitlaust og úr varð þessi líka hroðalega sprenging. Þá datt mér í hug að smella vírunum á hinn geyminn og viti menn... hann rauk í gang. Eitthvað er hann samt sem áður enn að hrekkja mann hvað sem það nú annars er... kemur í ljós einhvern tíman hvað veldur.

Núna er því tekið rólega. Ef ég er ekki farinn að prjóna í einsemdinni skal ósagt látið....

my project home alone


Það er svo sem ekki alvont að sitja úti á svölum í sumarblíðunni sitt hvorum meginn við miðnættið í hnausþykkri lopipeysu hlustandi á mússik úr Almadovar bíómynd og svo er víst að viskíið sem gekk af í vasapelanum úr ferðinni er að fá að kenna á því!

...
dagana þarna á undan frá 4. júní eða eitthvað
var ekkert bloggað þar sem minns var upptekinn
í bílabraski og öðrum bolabrögðum!

No comments: