Undirbjí mig aðeins með að fara með skíðiin í stillingu í Fjallakofann í vkunni fyrir páska. Hafði a.m.k. ekki farið á brekkuskíði síðan áður en ég braut á mér fótinn - og fór held ég frekar lítið einhver ár þar á undan.Bað um að þau yrðu stillt miðað við að ég væri byrjandi á skíðum - og í fyrstu ferðinni var ég það algjörlega. Fór hægt ... mjög hægt og var bara í plóg eiginlega allan tíman. Skíðin voru annars þanng að ég gat stigið uppúr þeim ef ég vildi.
Þetta kom svo eitthvað og var eiginlega allt í lagi þegar leið á. Gunni var með mér og sýndi hann mikla þolinmæði að bíða eftir bróður sínum. Endaði a.m.k. á að fara eitthvað af brattari leiðunum þarna á Bláfjallasvæðinu. Færið reyndar þungt og leiðinlegt. Þar sem fáir höfð skíðað var það samt ágætt og hægt að renna sér alveg sæmilega.
Tók enga myndir en það er þarna Strava track til sannindamerkis.
Fór svo á gönguskíði. Var með klístur sem var ekki að virka þannig að ég bafa sneri við en Gunni fór líklega heilan Strompahring.
Monday, April 18, 2022
Sunday, April 17, 2022
Fyrsti Esjusteinn ársins, laugardag um páska
Fór að Esjusteini fyrsta sinn þetta árið... sem var víst í gær. Veðrið hrein hörmung þessa páskana og raunar önnur ef ekki þriðja atlagan að þessu núna. Sneri áður við áður en ég kom í Mosfellsbæ í hávaðaroki og rigningu. Núna rigndi minna og það var ekki neinn vindur að ráði.
Var ekki með miklar væntingar um tíma að Steini. Allt spurning um væntingastjórnun. Ég hafði sagt sjálfum mér að allt undir 50 mínútum væri eitthvað sem gæti sloppið til... en undir 45 mínútum bara nokkuð gott.
Þegar ég svo sá ofarlega að ég væri að ná þessu á eitthvað rúmum 42 mínútum sem yrði bara ótrúlega góður tími miðað við núverandi vigt, aldur og fyrri störf, þá sóttist mér kapp í kinn. Svo fóru þessar 42 fyrir lítið og í lokin stefndi ég í að fara yfir 44 mínútur. Til að láta það ekki gerast þá var tekið á sprett og ég í bókstaflegri merkingu kastaði mér áfram á lokasprettinum. Lenti vel á nefinu... en átti líklega svona 4 metra eftir.
Var ekki með miklar væntingar um tíma að Steini. Allt spurning um væntingastjórnun. Ég hafði sagt sjálfum mér að allt undir 50 mínútum væri eitthvað sem gæti sloppið til... en undir 45 mínútum bara nokkuð gott.
Þegar ég svo sá ofarlega að ég væri að ná þessu á eitthvað rúmum 42 mínútum sem yrði bara ótrúlega góður tími miðað við núverandi vigt, aldur og fyrri störf, þá sóttist mér kapp í kinn. Svo fóru þessar 42 fyrir lítið og í lokin stefndi ég í að fara yfir 44 mínútur. Til að láta það ekki gerast þá var tekið á sprett og ég í bókstaflegri merkingu kastaði mér áfram á lokasprettinum. Lenti vel á nefinu... en átti líklega svona 4 metra eftir.
Ekki mikill snjór og nær enginn á styttri leiðinni um Einarsmýri. Ótrúlega lítil drulla líka verður að segjast. Sem sagt næstum því sumar færi.
Fellsmörk helgina fyrir páska
Það er deiliskipulagsvinna í gangi á Fellsmörk - Skógræktarfélagið sem sagt að reyna að ganga frá því hvernig fyrirkomulag á að vera. Ég hafði verið á fundi með þeim í upphafi vikunnar til að ræða gönguleiðir og fleira til að setja fram í deiliskipulaginu. Fannst ég tilfinnanlega vita lítið um gönguleiðir á austurhluta Fellsmerkur. Dreif mig því og gerði helgina langa. Var einsamall og var það eiginlega bara ágætt að geta haft þetta allt eftir mínu eigin höfði.
Subscribe to:
Posts (Atom)