Tuesday, February 15, 2022

Allt á kafi í snjó


Ég held að svona ófærð hafi ekki verið í Heiðmörk síðan á síðustu öld! Þetta er sem sagt Hjallabraut, ein af aðal akstursleiðum Heiðmerkurinnar!


Skráð eftirá af Facebook færslu.

Monday, February 14, 2022

Líklega er ekki rétt að lýsa frati á þennan vetur... hann er alvöru!
Ég hef annars búið hér í um 15 ár og það hefur aldrei þann tíma held ég snjóað eins og núna um miðjan febrúar!


Skráð eftirá af Facebook færslu.

Friday, February 04, 2022

Kubbur

Í framhaldi af hinni ægilegu ruslabílaklessu er hann Kubbur litli núna kynntur til sögunnar. Hann sannar vonandi það að margur er knár þótt hann sé smár - en einhverjar athugasemdir eða spurningar hef ég samt fengið um hvort það passi fyrir einhvern yfir 190 að aka svona leikfangabíl. Reyndar átti hann fyrst að fá nafnið "Litla Leikfangið" en svona við nánari umhugsun þá er það óttalega óþjált þannig að líklegast fær hann nafni "Kubbur".

Vona annars að fall sé fararheill. Mér fannst hann starta eitthvað frekar rólega og þegar ég var búinn að taka þessar myndir sem eru hér og fljúga smá á drína líka - þá auðvitað gleymdi ég í smá stund að slökkva á ljósunum á honum og ... alveg dauður. Góð ráð voru örlíotið dýr því ég var ekki í henni Reykjavík - eða ekki alveg í þéttbýli ofan við Hafravatn. Gunni kom reyndar í björgunarleiðangur. Hjólandi úr vinnunni og til mín á sínum eðalvagni - sem er núna stærri en bíllinn minn - og með startkapla. Ég hafði reyndar líka fengið aðstoð frá fjölskyldu í bíltúr - sem hjálpaði við að ýta mér eitthvað að brekku til að komast í gang - en það gekk víst ekki. Kannski tókst m