Sunday, January 31, 2021
Sunnudagar til matar
Fjölskyldur hittast eða hittast ekki. Mín stórfjölskylda hefur stundum verið dugleg að hittast en stundum ekki. Ragnhildur ákvað að gera eitthvað í málinu og ákvað að boða til vikulegs sameiginlegs snæðings. Hvert sunnudagskvöld skyldi haldið í Fagrahjallann. Fer vel af stað þó vikulega hafi líklega verið dálítið mikið þar sem það er dálítil fyrirhöfn að þó ekki nema tvöfalda eða hér um bil fjölda fólks í mat. Erum búin að fara tvisvar og kannski verður þetta mánaðarlegt eða á tveggja vikna fresti. Í öllu falli allt betra en ekkert. Prik til Ragnhildar og Fagrahjallans.
Tuesday, January 05, 2021
Árið
2020 til 2021
Þá er það komið nýtt og þetta 2020 kemur væntanlega ekki aftur og flestir segja víst vonandi ekki aftur. Líklega lærdómsríkt og mjög sérstakt ár að baki og erfitt fyrir marga en það hafði nú alveg einhverja kosti líka held ég. Það sem truflar mig kannski mest er hvað allt Covid vesen hafði í raun lítil áhrif á mig. Talsvert business as usual og svo kom kannski betur í ljós en nokkurn tímann að það er ekkert allt of margt sem kemur mér úr því jafnvægi eða ójafnvægi sem ég er í. Í það heila má segja að það hafi verið margt annað sem truflaði mig mikið meira en Covid ráðstafanir þannig að þær voru frekar bara í bakgrunni hjá mér.
Svo er stóra spuringin hvað ég geri við þetta ár 2021.
Subscribe to:
Posts (Atom)