preppipreppiprepp... eitthvað á þetta að renna!
Og af því að ég fór eitthvað að tjá mig um skíðaprepp annars staðar, þá ætla ég að hafa pistilinn hér líka. Ég veit ekki hvort ég nái lágmarksviðmiðum. Þegar ég eignaðist áburðarskíði í lok skíðavertðíðarinnar á síðasta vetri fór ég fyrst að gera eitthvað í þessu. Mér fannst almennt að það dót sem var til í útivistarbúðum og var sérhannað til áburðargjafar væri fáránlega dýrt og ákvað því að prófa að fara ódýrari leiðir. Straujárn úr Elkó. Átti fyrir nokkuð gott heimilisstraujárn en fór í Elkó og keypti ódýrasta straujárnið sem ég fann. Kostaði líklega innan við fjórðung af meðal skíðastraujárni.Nota gamla spýtukubba undir skíðið og festi skíðið með borðaþvingu úr BYKO sem kostaði líklega eitthvað um 10 til 20% af algengu verði á þvingusetti í skíðabúð.
Nota gamalt stabílt vinnuborð í staðinn fyrir sérhannað borð á uppundir 50 þúsund.
Nota svo held ég annað nokkurn veginn eftir bókinni, þ.e. base og áburð (rennslis og grip), kork og sköfur (flata sköfu og sköfu til að ná upp úr miðjufarinu). Þarf líklega að verða mér útum betri bursta og hreinsiefni til að ná gömlum áburði af. Reikna með að kaupa það í skíðabúð.
Ég sé almennt ekki að ég myndi ná neitt meiri árangri með sérhönnuðum skíðaþvingum en eflaust væri skíðastraujárn meðfærilegra en það sem ég er að nota og stillingar á því þannig að ég gæti stillt hitastigið eftir leiðbeiningum framleiðenda áburðarins. Það er reyndar galli á straujárninu að í Elkó fengust bara gufustraujárn og ég nennti ekki að leita að straujárni annars staðar. Gufufítusarnir á straujárninu eru auðvitað aldrei notaðir en holurnar sem gufan á að fara út um, þær eru til trafala.
Svo má það líka fylgja sögunni að það þarf að bera á skíðin þannig að þau renni almennilega. Ég bætti mig sem sagt talsvert þegar ég var búinn að bera á skinnskíðin sem ég er mest á. Og einnig að fljótandi áburður sem er einfalt að bera á hvar sem er, gerir smá gagn á meðan hann er á skíðunum en það eru fáir kílómetrar sem hann helst á er mín reynsla af því. Svo má reyndar líka benda á það að skoðanir hafa verið skiptar um hvort það þurfi eitthvað að vera að bera á... http://www.gyl.fi/rennslisvax-er-haettulegt-brudl/
En mín reynsla er sú að skíði með áburði renni talsvert betur. Jafnvel þó það sé ekkert endilega hárréttur áburður í öllum tilfellum eða neitt sérstaklega merkilegur ábyrður sem er verið að nota. Síðan eru nokkuð góð Youtube video til, eins og þessi hér:
- Rennslisáburður borinn á: https://www.youtube.com/watch?v=YX-wiE3oItg
- Gripáburður borinn á: https://www.youtube.com/watch?v=SDASQACrCZ4
- Gömul skíði, skítug og ógeðlsleg hreinsuð og áborin að nýju https://www.youtube.com/watch?v=lW4K8XpBPck...
......
https://www.facebook.com/eirasi/posts/10223983289191096Svo einhverjum dögum seinna var ég reyndar búinn að kaupa mér fokdýrt straujárn... komst eiginlega að því að það er ekki viturlegt að eyðileggja skíði fyrir einhverja hundraðþúsundkalla af því ég tímdi ekki að kaupa straujárn á einn eða tvo tíuþúsundkalla.