Sunday, May 31, 2020

Mavic Mini

Dróninn á flugi inni í stofu með garðinn út um stofugluggann í bakgrunni

Það liðu ekki margir dagar þangað til ég var kominn með nýtt drónaverkfæri í hendurnar.

....

Saturday, May 30, 2020

Dróninn minn dýri - ódýri


  Það var líklegast fyrir um tveimur og hálfu ári síðan - ég kominn í fullt starf og átti allt í einu pening sem ég gat bara eytt í einhverja vitleysu án þess að hafa af því neinar allt of miklar áhyggjur. Hafði langað í einhvers konar Gopro myndavél og sá að hjá Símabæ heitnum var hægt að kaupa einhverja Acme myndavél sem átti að gera svipaða hluti en kostaði samt eitthvað mikið minna. Endaði á að versla mér slíka myndavél og sá þá að þeir voru líka að selja dróna fyrir eitthvað lítinn pening. Og aukin heldur var hægt að kaupa nokkuð stóran dróna sem var sérstaklega hugsaður til að bera myndavélina sem ég var að kaupa. Eftir spekúlasjónir ekki allt of miklar keypti ég drónann upp á grín bara líka. Kostaði held ég kannski bara svona 15 þúsund - eða kannski eitthvað aðeins meira... hann var í öllu falli ekki mjög dýr.

Spenningurinn yfir drónanum var samt ekki meiri en svo að hann fór bara í kassanum upp á háaloft og þar fékk hann að dúsa í tvö og hálft ár... þangað til um síðustu helgi.

......

....