Wednesday, March 06, 2019

Klukkubreytingin

VAKNIÐ: Ég vil hafa bjart á meðan ég er vakandi. Þessi breyting á klukku sem er verið að tala um myndi þýða fækkun á árlegum birtustundum í lífi venjulegs fólks eitthvað á bilinu 130 til 190. Ég sagði fækkun - breyting sem margir óska sér myndi þýða meira myrkur!

Ég sem sagt var einn af þeim notuðu samráðsvettvanginn til að benda á galla þess að breyta klukkunni.

Rökin koma t.d. fram hér: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

Min skoðun: Ef það á eitthvað að breyta klukkunni þá ætti það að vera til þess að auka þann birtutíma sem við erum vakandi á. Birtutími eftir vinnu þegar fólk almennt frekar er að gera eitthvað til að nýta birtuna ætti alveg að gefa verið með tvöfalt vægi. Persónulega hef ég enga trú á því að unglingar sem far að sofa allt of seint og eru allt of syfjaðir á morgnanna verði eitthvað skárri þó sólin komi upp klukkutímanum fyrr eða seinna miðað við hvenær þeir fara að sofa eða þurfa að vakna.

Copy af Facebook síðunni minni.