Við bræður... ég sjálfur og Gunnar Sigurðsson höfum frá því Hanna Kata fattaði upp á því fyrir 10 árum síðan, farið á vegum Jöklarannsóknafélags Íslands að mæla hop (og ef það gerist framskrið) Hagafellsjöklanna sem skríða í suður fram úr Langjökli. Fyrir rúmum tveimur vikum var það vestari jökullinn en núna var það eystri jökullinn.
þarna er fyrir minn smekk afar áhugavert land að koma undan jökli og hálfgerð forréttindi að vera ganga um land sem e.t.v. enginn hefur áður gengið um... nema þá á fyrri hluta Íslandsbyggðar!
......
....