Minn hægri fótur fór batnandi dag frá degi eftir að myndin hræðilega úr síðustu færslu var tekin. Reyndar er skurðurinn ennþá all svakalegur að sjá en það hætti að leka úr honum um helgina síðustu og í dag er ég svona til dæmis búinn að fá mér göngutúr uppi í henni Heiðmörk og svo fór ég hjólandi út í búð - ekki stystu leiðina.
Fyrirsögnin á þessari færslu annars - þetta með Pollýönnuleikana er eitthvað sem mér datt í hug fyrir svona rúmu ári þegar ekki gekk allt of vel með fótinn og ég var kominn aftur á hækjur í ágúst einhvern tímann. Þá er samt að sjá eitthvað jákvætt í þessu.
- Það er svo frábært þegar maður slasar sig eða verður veikur og manni fer að batna aftur... svona t.d. þegar maður getur aftur farið að fara í göngutúr.
- Þegar það kemur vetur og myrkur á kvöldin þá er svo frábært að geta bara kveikt á kerti og haft smá rómó!
- Þegar það kemur snjór þá er það svo frábært að geta farið á skíði...
- Fyrir þá sem finnst ekkert gaman á skíðum er kannski bara hægt að gera snjókarl í staðinn
- Ef einhver vill ekki hvorki fara á skíði né gera snjókall og sér ekkert við það að hafa kertaljós - þá er hægt að hugga sig við það að með snjónum verður mikið bjartara - og kannski þarf ekkert að nota þessi fjárans kerti :-)