Jæja... ég ætla að kalla hann Fagra Blakk a.m.k. á meðan hann er svona fagur!
Eftir langa og erfiða leit fannst loksins nothæft ökutæki og merkilegt nokk - kostaði það sama og ég fékk fyrir þann bláa - eiginlega upp á krónu. Enda ákvað ég að færa viðskipti mín til TM sem gerði sem sagt alveg þokkalega við mig eftir tjónið á þeim bláa. Vörður reyndi áfram sitt til að blóðmjólka mig. Merkilegt að Vörður geti mælst vinsælasta tryggingarfélag landsins. Hjá mér er Vörður og VÍS í harðri samkeppni um að vera það tryggingarfélag sem mér er mest í nöp við.
Fært inn eftir á í september af Fésbók og manns eigin minni