
Brölt yfir gjótuna sem varð mér frekar erfið í skauti!
Eftir æfintýr helgarinnar sem voru reyndar ekki nein sérstök æfintýri er ég með bólginn stífan fót og snúið hné. Var í jöklabrölti og maður stóð sig ekki neitt sérlega vel. Endaði á því að hálfpartinn panikera og tókst að ná einhverju leiðinda álagi á vinstra hné sem snéris. Er allt svona frekar aumt og svo er kálfvöðvinn einhvern veginn á dularfullan hátt stokkbólginn. Er nú samt alveg göngufær en ekkert of góður samt. Þó líklega ósáttastur við sjálfan mig fyrir frammistöðuna. Held annars að ég sé eitthvað að breytast því eiginlega langaði mig mikið meira til að skoða jökulinn betur og ummerkin í kringum hann en að vera að bröla á honum sjálfum eitthvað sérstaklega.
Jaðar Hagafellsjökuls vestari mældur á kafi í snjó.
Um síðustu helgi var síðan farið að mæla Vestur-Hagafellsjökul. Gekk ekki allt of vel. Vantaði hluta af búnaði til að geta sett upp base stöðina almennilega en það sem verra var er að jökulsporðurinn var á kafi í snjó. Skekkjumörk mælingarinnar voru því helst til of mikil eða áætluð +/- 10m.


það sem samt kannski helst er í frásögur færandi er að ég fór í smá skoðunartúr í Undirhlíðar þar sem ég held að til standi að fara fljótlega til að taka kjarna til bergsegulmælinga. Veit reyndar ekki alveg hvar ætlunin er að fara en ég fór þarna í námu þar sem verið er að vinna möl úr bólstrabergi. Finnst þá líklegt að það verði farið þangað.