Grunnstöðin komin upp við Farið.
Það er eiginlega sorglega mikið allt of mikið að gera. Stelst samt til að blogga smá. Ætti núna að vera að byrja göngu dagsins með nýliðunum mínum eða þá að vera á leið upp í Hengil með FÍ að gæda eitt fjall á mánuði en er fjarri því gamni heima hjá mér og ætti annað hvort að vera að læra um viðnámsmælingar, invers föll, gera jarðfræðikort eða þá sem ég verð að klára í dag að finnat til myndir í ársskýrslu HSSR. Fer svo væntanlega í kvöld upp í Hengil að vita hvort liðið mitt sé ekki í sæmilegu lagi!Jökulrispur við Hagafellsjökul Vestari
Það er búið að mæla báða Hagafellsjöklana. Fórum í vestari jökulinn um miðjan september. Þar voru rosalega flottar jökulrispur komnar fram á klöppum sem komu undan jökli fyrir örfáum árum, sbr. myndina að ofan þar sem jökuljaðarinn var fyrir þremur árum, þ.e. 2009.Svo er búið að mæla Eystri jökulinn líka og það í tveimur áföngum. Fyrst gleymdist stokkurinn þ.e. tækið til að fá gögnin úr Trimble GPS mælingunum. Þá var því mælt með handtækjum. Svo var farið aftur viku seinna í frábæru veðri og mælt aftur. Þá líka tekinn prófíll upp allan jökulinn, líklega heila 2km.
Jökulgarður á jökli
Það sem kannski helst vakti mína furðu voru litlir jökulgarðar sem voru þarna út um allt. Veit ekki hvernig þeir eru að myndast en líklegast efni sem hefur komið upp með sprungum. Geta varla verið vegna framrásar að sumarlagi því þeir eru allt of þéttir til þess. Það sem truflar mig síðan er að í sumum feltferðum hafa svona garðar strax verið álitnir vera hörfunargarðar. T.d. við Fláajökul síðasta vor.Smágárar í jökulárseti
Svo voru fróðlegir ripplar eða smágárar í setinu við Hagavatnið. Ég er ekki viss um að þetta hefði ég tengt beint við þetta umhverfi ef ég hefði séð þetta löngu seinna rifið úr samhengi við það sem er þarna.En ætli það sé ekki best að fara að gera eitthvað af því sem maður þarf að gera!
Mælingadót á jökli