Thursday, January 06, 2011

Mismunandi veðurspár Veðurstofu Íslands

Nú er ég enginn sérfræðingur í veðurspám, hvorki í veðurspám Veðurstofu Íslands né öðrum en eitt vekur alltaf dálitla furðu mína. Þegar hvasst verður heima hjá mér þá fer ég gjarnan á vef Veðurstofunnar og skoða hversu hvasst þeir segi vera og yfirleitt kemur mér jafn mikið á óvart hversu lítinn þeir telja vindinn í henni Reykjavík vera.

Það kannski gengur á með roki yfir allt landið og fréttir af 30 metrum á sekúndu einhvers staðar fyrir austan. Sjálfum finnst mér vera hvasst heima hjá mér og vil vita hvort það slagi í þessa 30 metra. Sé ég þá kannski mér til mikillar furðu að Veðurstofan segir ekki vera nema e.t.v. einhverja 10 metra á sekúndu í Reykjavík. Verða þá þessir 30 metrar þarna fyrir austan einhvers staðar æði æfintýralegir í mínum huga.

Síðan ef ég skoða vef Veðurstofunnar betur þá eru þeir bæði með staðspár og veðurþáttaspár. Staðspánum ber í þessum tilfellum sæmilega saman við það sem þeir segja vera í metrum á sekúndum en veðurþáttaspáin passar þá oft engan veginn við annað hjá þeim en passar hins vegar dálítið betur við það sem mér finns sjálfum.

Núna er spáð miklu roki um allt land næsta sólarhringinn. Þá datt mér í hug að skoða hverju þeir spá. Mér sýnist einna mest rokið ætla að verða í fyrramálið undir morgun einhvern tíman. Og eins og mín reynsla er, þá ber þessum tveimur spátegundum þeirra engan vegin saman. Fyrir kol. 6:00 föstudag 7. janúar eru þetta sjálfvirku spárnar þeirra:

Staðspáin:
vedur-stadspar-900

Veðurþáttaspáin:
vedur-thattaspar-900

Á Bústaðavegi spá þeir 8 m/s í staðspánni en sýnist það vera líklega 15 m/s. Á Kjalarnesinu er aðeins meiri vindur skv. staðspánni eða 12 m/s en veðurþáttaspáin er að spá heilum 25 m/s.

Það mætti reyna að útskýra þetta með því að staðspáin sé að spá fyrir svæði en ekki einn stað (ekki skil ég þá alveg af hverju sú spá heitir staðspá) en það stenst samt engan veginn því veðurþáttaspáin gerir hvergi ráð fyrir vindi undir 20 m/s í nágrenni Kjalarness nema kannski í skjóli einhvers staðar í Esjuhlíðum