Thursday, December 26, 2019

Annar í jólum = fyrsti í afgöngum

Jæja... jólaboðin afstaðin. Það var farið í Fagrahjalla á aðfangadags en sama fólk … ekki svo margt kom til mín á jóladag. Gæs fyrri daginn en aðallega hangikjöt seinni daginn. Margir pakkar opnaðir fyrr daginn en mikið spilað seinni daginn. Hvort tveggja alveg ljómandi.

Á aðfangadag var kannski helst í frásögur færandi að ég fékk tvöfaldan jólamatsskammt að þessu sinni. Ég sat fyrst með henn múttu minni og Ástu á Grund með öðru gömlu fólki og nokkrum hressum ungum konum sem sáu um að allt færi rétt fram. Svo var farið í Fagrahjallann og þar var eiginlega samt stjarna aðfangadagskvöldsins lítill kettlingur.


Já og eins og sést á myndinni hér að ofan þá heldur nýja linsan sem ég keypti mér áfram að rokka feitt.

Núna tekur hins vegar baráttan við afgangana við. Verð að mestu í flugeldasölu næstu daga og í þannig séð fullu fæði þar. Afgangarnir frá jóladagsboðinu munu því að einhverju leyti mæta afgangi hjá mér. Vona að ég endi ekki á að henda miklum dýrindismat þegar líður á. Henti óþægilega miklu í fyrra minnir mig. Það er eitthvað einkennilegt með þetta hjá mér að ég þarf alltaf að kaupa of mikið í matinn!

No comments: