Hlaupaskór sem hafa lítið fengið að gera það sem þeir eru gerðir fyrir
Ætli það geti ekki talist áfangi í dag. Það var farið út að ganga í tveimur hlaupaskóm. Það gekk reyndar bara vel. Kannski var eitthvað að virka til að minnka bólgur kælikrem sem ég bar á fótinn í gærkvöldi. Geri það líklega aftur núna í kvöld. Svo var ekki nóg með að gengið væri í samræmdum skófatnaði utanvegahlaupara heldur beitti ég líka nýrri aðferð sem ég fann upp sjálfur. Er á tveimur hækjum og beiti þeim eins fyrir báða fætur. Gekk sem sagt eins og ég væri með slas á báðum fótum. Það var gengið frekar rólega og göngulagið ekkert alveg eðlilegt en það varð nokkuð symmetrískt við þetta.
Spássitúr einn ágætur
Þetta voru 2.3km á tæpum 50 mínútum. Geri aðrir betur... á hækjum!
No comments:
Post a Comment