Sunday, April 26, 2015

Að velja sér sport við hæfi

Sveifin stigin í Worldclass

Núna velur maður sér íþrótt við hæfi - og raunar líka að einhverju leyti verði. Bæði læknir og sjúkraþjálfarar hafa sagt mér að hjóla og sérstaklega Ríkarður læknir lagði upp úr því að ég væri að hreyfa fótinn nógu mikið. Núna er hann allur á iði.

Hjólatilraunin á alvöru hjóli eins og eitthvað var sagt frá í síðustu færslu, gekk ekki of vel. En mér sýnist að þrekhjólatúrar séu málið hjá mér núna. Er búinn að fatta a.m.k. mælaborðið á hjólunum í Worldclass og alveg þokkalega sáttur. Skil samt ekki alveg af hverju það er ekki haft almennilegt hjólasæti á þessum hjólum. Manni er ætlað sitja þarna í einhvers konar hægindastól ef miðað er við þá hjólahnakka sem ég er vanur.

Svo kannski skondnasti hlutinn við þetta er að þegar ég skakklappast inn í tækjasalinn í Worldclass á einni hækju þá er dálítið horft á mann. En svo eftir að hafa hamast í klukkutíma eða svo á hjólinu og flestir sem sáu hækjumann koma eru löngur farnir, þá verður fólk dálítið undrandi að sjá einhvern fara á hækju til baka eftir að hafa hamast á þrekhjóli heila eilífð!

Annars með aðstöðuna í Worldclass þá er frekar hallærislegt að þurfa að láta kveikja á lyftunni fyrir sig í hvert skipti sem halda skal niður. Og svo velti ég orðið mikið fyrir mér þessum bílastæðum sem eru merkt fötluðum. Hef ekki enn lagt í slíkt stæði enda er ég ekki með neitt bevís upp á það. Er samt enn á hækjunni.

En það ætti að fara að breytast - að ég sé á hækjunni alt svo. Er reyndar bara á einni núna svona almennt - og raunar sleppti ég að nota lyftuna í Worldclass núna áðan - þ.e. svona þar sem væla þurfti um að láta kveikja á henni.

No comments: