Beðið milli vonar og ótta eftir að Ríkarður kallaði mann fyrir
En það er BHM verkfall og enga röntgenmyndatöku að hafa á ríkisreknum Borgarspítalanum. Ég fór því með bevís í Domus Medica og lét mynda minn fót þar. Er kominn með myndir eins og sjá má.
Greiningin á myndinni er að þetta hafi ekkert haggast þannig að skrúfurnar halda. Það er kominn einhver gróandi og ég er að fá callus í sprungurnar sem er gott. Hins vegar (væntanlega út af notkunarleysi ökklans) er vaxandi osteopenia í ökklalið. Það er víst vísir að beinþynningu. Heildarniðurstaðan var að situs væri óbreyttur (sem er að brotið situr áfram rétt og vel - sem er gott, afar gott og grundvallaratriði miðað við hvernig brotið var) og svo er vaxandi gróandi (sem er líka afar gott).
Hvort þetta þýði að Árni megi fara að láta mig standa á öðrum fæti veit ég hins vegar ekki en ljóst að eftir kvöldgöngutúr eða jafnvel hvort sem hann var eða ekki, þá er ég með sá verk í miðjum leggnum.
En maður verður að vona hið besta enda er ég yfirleitt að skora nokkuð sterkt í Pollýönnuleikunum!
Já, og annars. Ríkarður sagði að ég ætti að fara bara út að hjóla - kannski ekki allann Elliðaárdalinn en eitthvað svona þægilegt. Reyndar kannski bara þrekhjól sagði hann líka. En það endaði með því að ég náði Antilópunni gráu niður af snaga, pumpaði í og hjólaði smá. Svona alveg 50 metra og til baka aftur. Leist eiginlega ekkert á þetta. Á bakaleiðinni tókst mér ekki að stoppa og þurfti að finna kant til að geta stoppað af einhverju öryggi. Það er víst eitthvað í að ég fari almennilega að hjóla á hreyfanlegu reiðhjóli. Spinning hjól verða að duga og kannski fær maður sér bara treiner og setur reiserinn á hann í stofunni.
Var svo eitthvað að lesa um brotna fætur og komst á alvöru læknasíður. Þetta lítur víst ekkert allt of vel út hjá mér held ég. Held ég geti alveg bókað það að ökklinn slitnar hratt ef ég næ að nota hann af einhverju viti. Spurning um að sérhæfa sig í hjólreiðum og kajakferðum. Verst að öxlin er ekkert of jákvæð fyrir kajakferðir. Annars þá var verslaður hjálparhlutur í dag. Keypti mér lítinn últra þægilegan bakpoka sem er möst að vera með ef hendurnar eru uppteknar af því að vera með hækjur. Á víst að vera sérhannaður hjóleiðabakpoki. Bara nokkuð ánægður með hann. Búinn að fara með hann í Bónus og Ríkið. Það er bæði hægt að hafa bland og bús í svona poka.
Af öðrum hjálpartækjum hafa verið verslaðar gúmmíteygjur og compressionsokkar. Mér telst til að ég muni vart ganga í öðru á næstunni.
No comments:
Post a Comment