Í sjúkraþjálfun í síðustu viku líklega þá datt mér í hug að spyrja hann Árna að því hvort það væri eitthvað vit í að ég færi út að hjóla. Vissi ekki alveg hvað hann myndi halda þar sem ég er ennþá að skakklappast með eina til tvær hækjur. En honum leist bara vel á það. Ég samt gugnaði eitthvað á því en endaði á að fara í World Class áðan og hamast aðeins á þrekhjóli þar. Var reyndar líka búinn að prófa aðeins á þrekhjóli í Gáska líka í gær.
Veit ekki alveg hvað hjartað í mér hélt en það hefur líklega ekki slegið almennilega yfir 100 slög á mínútu síðan ég var að rölta upp á Lambafellið fótbrotadaginn ægilega. Efast um að hækjulabbið hafi gert mikið með hjartað eða þolið í skrokknum. Vona að ég nái mér aftur almennilega á strik - en ljóst að það gerist ekkert af sjálfu sér.
Fór svo annars á árshátíð Símans, Staka og allra hinna á laugardaginn. Það var bara ágætlega heppnað en ég dálítill rati að þekkja ekki fólk sem ég átti að þekkja. Þekkti nú samt hana Lóu sem vann með mér fyrir áratugum. Svo eru held ég aðrir sem þekkja mig ekki neitt lengur. Var annars skondið að vera á svona árshátíð þar sem ég þekki hvorki haus né sporð á forstjóranum sem var með einhverja svona la la ræðu þarna líka.
Er svo búinn að vera að reyna að komast aftur af stað með MS verkefnið mitt. Fór meira að segja aðeins að segulmæla í Öskju í síðustu viku. Byrjaði á að mæla á mér fótinn og innvolsið virðist ekki vera segulmagnað. Ætla helst að fara aftur á morgun eftir að hafa farið í endurkomu til Ríkharðs.
Já, það er nefnilega endurkoma á morgun hjá mér á Borgarspítalann. Veit samt ekki hvernig það verður. Geislafræðingar eru í frí þannig að ég veit ekki hvort ég fái röntgenmynd.
No comments:
Post a Comment