Ég var í alvörunni farinn að halda að ég myndi sleppa við þessa Covid skepnu - en það er líklega ekki í boði nema með endalausri einangrun. Ég hef svo sem ekkert verið að einangra mig neitt sérstaklega en er svo sem heldur ekkert útum allt innan um allt og alla... introvert extrovert sem ég er. En eftir að hafa farið í minn fyrsta gædatúr með hóp útlendinga þá endaði það með smiti í hópnum - hvaðan sem það nú kom og hvert sem það nú fer.
Kom heim seint á föstudagskvöld og var svo í minni venjulegu vinnu á mánudeginum. Hjólandi í vinnuna og eða en alveg rosalega þreyttur eittvað e hjólaði samt langa leið heim. Þá var ég orðinn eitthvað skrýtinn. Kominn með beinverki í hnén og ekkert í of góðu standi. Lagði mig og varð mér svo út um Covid próf, sem var ekkert auðvelt því þau virðast núorðið bara vera til í apótekum. En mitt test arna fyrst, var bara eins og venjulega neikvætt!
Slappur veikur heima allan þriðjudag og reyndar verst að þetta var eiginlega alveg eins og upphafið að hræðlegu veikindunum eiginlega nákvæmlega fyrir ári síðan. Ég var farinn að óttast það versta. En svo frétti ég af því að það væri Covid smit í hópnum og test númer 2 hjá mér er hér að neðan.
Heyri svo í fréttum að þennan eina dag sem ég greindi sjálfan mig með þennan stórhættulega sjúkdóm sem hefur drepið milljónir á milljónir ofan - er það mikið grasserandi á Íslandi um þessar mundir að þann daginn greindust opinberlega yfir 400 manns með Covid á Íslandi. Ég er ekki þar á meðal því ég sá ekki neina sérstaka ástæðu til að fara í einhverja opinbera greiningu. Varla þörf á því nema ég yrði (eða hefði orðið) eitthvað hroðalega veikur. Ég skil hins vegar alls ekki hvað er erfitt að verða sér útum Covid sjálfspróf ef Covid er þetta mikið útbreitt í þjóðfélaginu núna.
Það helsta sem er líklega vitað um Covid er að þetta er ókikindatól og þetta eru undarleg veikndi. Er alveg hroðalega þreyttur, jafnaðargerð fyrir því að eitthvað sé ekki að virka rétt í fyrstu atrennu er eiginlega ekkert og ég er eiginlega bara leiðinlega viðskotaillur. Kannski eins gott að það reynir ekkert mikið á mannleg samskipti hjá mér í þessu nema þá í gegnum síma.
Núna á laugardegi búinn að vera hitalaus í líklega frá á fimmtudag og Garmin er ekki lengur að greina neitt einkennilegt. Ég ætti a.m.k. að geta hvílt mig og safnað kröftum aftur. En mikið djöfull er þetta leiðinlegt!
No comments:
Post a Comment