Undirbjí mig aðeins með að fara með skíðiin í stillingu í Fjallakofann í vkunni fyrir páska. Hafði a.m.k. ekki farið á brekkuskíði síðan áður en ég braut á mér fótinn - og fór held ég frekar lítið einhver ár þar á undan.Bað um að þau yrðu stillt miðað við að ég væri byrjandi á skíðum - og í fyrstu ferðinni var ég það algjörlega. Fór hægt ... mjög hægt og var bara í plóg eiginlega allan tíman. Skíðin voru annars þanng að ég gat stigið uppúr þeim ef ég vildi.
Þetta kom svo eitthvað og var eiginlega allt í lagi þegar leið á. Gunni var með mér og sýndi hann mikla þolinmæði að bíða eftir bróður sínum. Endaði a.m.k. á að fara eitthvað af brattari leiðunum þarna á Bláfjallasvæðinu. Færið reyndar þungt og leiðinlegt. Þar sem fáir höfð skíðað var það samt ágætt og hægt að renna sér alveg sæmilega.
Tók enga myndir en það er þarna Strava track til sannindamerkis.
Fór svo á gönguskíði. Var með klístur sem var ekki að virka þannig að ég bafa sneri við en Gunni fór líklega heilan Strompahring.
No comments:
Post a Comment