Var ekki með miklar væntingar um tíma að Steini. Allt spurning um væntingastjórnun. Ég hafði sagt sjálfum mér að allt undir 50 mínútum væri eitthvað sem gæti sloppið til... en undir 45 mínútum bara nokkuð gott.
Þegar ég svo sá ofarlega að ég væri að ná þessu á eitthvað rúmum 42 mínútum sem yrði bara ótrúlega góður tími miðað við núverandi vigt, aldur og fyrri störf, þá sóttist mér kapp í kinn. Svo fóru þessar 42 fyrir lítið og í lokin stefndi ég í að fara yfir 44 mínútur. Til að láta það ekki gerast þá var tekið á sprett og ég í bókstaflegri merkingu kastaði mér áfram á lokasprettinum. Lenti vel á nefinu... en átti líklega svona 4 metra eftir.
Ekki mikill snjór og nær enginn á styttri leiðinni um Einarsmýri. Ótrúlega lítil drulla líka verður að segjast. Sem sagt næstum því sumar færi.
No comments:
Post a Comment