Ég kalla nú ekki allt ömmu mína þegar vont eða erfitt skíðafæri er annars vegar - en ef ég skil orðatiltækið rétt þá myndi ég kalla þetta ömmu mína! Stalst á skíði í Heiðmörk þegar veðrið var að verða vont og hélt að veðrið yrði vandamál. Það varð ekki enda alltaf gott veður í henni Heiðmörk. En ég held að ég hafi aldrei reynt að skíða í jafn hroðalegu klessuskíðafæri. Var ekki með neinn áburð til að minnka viðloðunina svo ég gafst eiginlega upp á þessu enda voru skíðin svona þegar ég kom í bílinn til baka!
Svo á eftir þá var komið við í foreldrahúsum og snæddir súrsaðir hrútspungar á meðan múttan var að útbúa sviðasultu af miklum móð!
No comments:
Post a Comment