Saturday, February 24, 2018

Þjóðbrautir Heiðmerkurinnar skíðandi



Eitthvað hefur greinilega verið gert í gegnum tíðina :-)
Það hefur í einhver ár verið sérstakt áhugamál að finna nýjar mér áður óþekktar leiðir um Heiðmörkina. Sumt af því sem er fjölfarið á þessari mynd eru ekki alveg hefðbundnir stígar.

Fann annars einn ágætan tengistubb í fyrragær sem verður líklegast eitthvað notaður í góðum snjó í framtíðinni!

Þá hafði verið rigning einhverja daga á undan og ég óttaðist að snjóleysi væri farið að há skíðastubbi. En það var ekki raunin og hægt að fara meira og minna út um allt.
Hafði samt þær eftirstöðvar 10km labb á um 2 klst um ótroðnar slóðir að ökklinn var eitthvað í klessu á eftir og er fyrst núna tveimur dögum seinna að verða sæmilegur.

Svo má upplýsast að létting fitabollunnar er að ganga þolanlega.

No comments: