Ég ætlaði annars aðallega að blogga um eitthvað sem ég var að lesa og þá er það fyrst vetrarborgin hans Arnaldar. Byrjaði að lesa hana í vinnuferð til Stokkhólms í líklega þar síðustu viku.
Verð að játa að ég held að mér hafi ekki fundist jafn lítil til koma nokkurrar annarrar bókar frá Arnaldi sem ég hef lesið. Sumt gekk ekkert upp í bóikinni eins og að börn hafi verið týnd í heilan dag eða meira án þess að það væru kallaðar út björgunarsveitir til að leita að þeimn - og svo fannst sá týndi í öskutunnugeymslunni heima hjá sér. Það hefði einhver með snefil af leitartækniþekkingu átt að vera búinn að leita þar.
Svo var glæpurinn óttalegt hnoð og leystist dálítið afþvíbara fannst mér og morðið svona eiginlega líka eitthvað afþvíbara.
Sterkasti punkturinn var hliðarsaga um einhvern ógæfumann sem kom svo sem meginsögunni ekkert við.
Þar sem þetta er ekkert opinber bókadómur þá get ég alveg sagt að mér fannst þessi saga vera óttalegt prump!
No comments:
Post a Comment