Sunday, February 12, 2017

Landmannalaugar á skíðum helgina 11-12 febrúar

DSC_0083

Það var farið skíðandi í Landmannalaugar með HSSR. Einhvers konar endurtekning af afar vel heppnaðir ferð líklega fyrir þremur árum. Ekki margir samt sem fóru í báðar ferðirnar. Bara ég sjákfur og Christina. Þessi var aðeins öðru vísi fyrir það að fyrir þremur árum var Jóhannes Berg í hlutverki bílstjóra og keyrði á Ásnum inn að Sigöldu. Hann ákvað svo að slást bara í hópinn og þreytti frumraun sína á gönguskíðum á göngunni inn í Laugar. Gekk bara vel. Núna var farið úr bænum á teimur jeppum og fóru þeir inn í Laugar trússandi fyrir okkur og einnig til halds, strausts og öryggis.

Í Laugum stóð Sigga fyrir því að eldaður var dýrindis matur. Læri með öllu því meðlæti sem einhverjum hafði einhvern tímann dottið í hug að væri hægt að gera sér að góðu. Svo var auðvitað farið í laugina.

Bilanavesen var reyndar að hrjá jeppana þar sem það hafði brotnað öxull í þeim stærri. Viðgerð reynd í Búrfelli um kvöldið með varahlutum Kindilsmanna sem voru þarna líka en öxull ekki að passa.

Daginn eftir var haldið áleiðis í Dómadal. Bílarnir komu á móti okkur þar sem ekki varð komist upp á Dómadals með bilaðan öxul.

Meiri myndir á Flickr t.d. hér.

......

No comments: