Thursday, January 12, 2017

Komið nýtt ár og allt!


Jól og áramót voru auðvitað bara fín. Flugeldasala á milli.


Desember var líka nokkuð góður því ég tók upp á því að setja skóinn út í glugga og viti menn... jólasveinninn lét mig varla í friði!


Fór svo í gær á skíði einsamall í Bláfjöll. Tunglskinið æðislegt og ég bara átti fjöllin. Tók mynd á símann minn sem er samt dálítið byggð á instagram-myndvinnslu þarna úti í kuldanum á staðnum. Myndin var eiginlega alveg svört eins og hún kom fram fyrst. En þetta var einhver flottasti skíðatúr sem ég hef farið. Engar brautir neins staðar en spor eftir skíði hér og þar, færið hart en yfirleitt með smá nýrri lausamjöll til að ná einhverri spyrnu. Ég þurfti eiginega að beita mig hörðu til að snúa við og koma mér til baka í bílinn. Ég bókstaflega átti fjöllin eftir að ég komst úr sjónmáli frá brautarskíðurunum sem æddu hring eftir hring á sínum ógnarhraða.

Ökklinn stóð sig vel í þessum síðasta skíðatúr sem var líklega 11km. Hafði farið líklega tveimur dögum fyrr og þá var ökklinn eitthvað aðeins að stríða mér. Held að núna hafi vinstri fóturinn kvartað meira en sá hægri!

No comments: