Sunday, May 31, 2015

Þegar framfarirnar koma í stökkum


Kominn heim í Hæðargarðinn eftir fyrsta hjólatúrinn!

Fór með Gunnanum í Fellsmörk um síðustu helgi - hvítasunnuna. Gekk mest 8 km einn daginn, reyndar í þremur göngutúrum. Það var bara einni viku held ég eftir að ég fyrst fór út að ganga hækjulaus. Þetta gekk ágætlega en vikuna eftir það fannst mér að lítið væri að gerast. Sjúkraþjálfarar sögðust samt sjá mun á fætinum til hins betra.

Svo var það síðasta fimmtudag - en í dag er sunnudagur - að ég var bara nokkuð góður fannst mér eftir nudd og æfingar hjá Árna. Veðrið var sæmilegt og ég ákvað að gefa úti-hjólreiðum annan séns. Hafði prófað svona mánuði fyrr, áður en ég gat gengið almennilega og þá var það ekki að gera sig að hjóla á reiðhjóli. Ég réði engan veginn við að stoppa af neinu öryggi. En það var núna dálítið breytt þar sem ég get orðið notað veika fótinn mikið meira. Og þetta er eiginlega búinn að vera allsherjar unaður síðan. Er núna t.d. ný kominnn heim úr eitthvað um 35km hjólatúr þar sem meira að segja var farið upp brekkur í Elliðaárdal.

Núna er eiginlega spurningin - þegar ég fer að hitta Ríkarð lækni á miðvikudag í næstu viku, hvort ég mæti ekki bara hjólandi til hans. Hann verður varla ósáttur með það karlinn! Enda held ég að hann hafi skrúfað saman á mér fótinn til að ég myndi nota hann eitthvað aftur :-)



Hluti af hjólatúr dagsins

No comments: