Monday, May 18, 2015

Heiðmörk - hefur þú nokkuð saknað mín?

Þetta var nú einhver skyndiákvörðun eiginlega. Hafði farið í fyrsta sinn líklega út að labba hækjulaus tveimur dögum fyrr. Og á sunnudegi þá var múttan manns - hver annar nennir að labba með manni - plötuð með upp í Heiðmörk og af stað var arkað!


Það var byrjað á Stórabílastæði og farið af stað stíginn sem liggur umhverfis veginn. Ekki viss um að allir viti um hvað er rætt en bróðir manns veit það líklegast og gæti rifjast upp fyrir systurinni líka. Ég stóð í þeirri meiningu að það væri hægt að komast á hliðarstígum upp á veginn til að stytta göngutúrinn en það var misminni eða bara falsvon. Það var gengið alla leið fyrir veginn og reyndar hann farinn til baka. Var samt ógreiðfærari en stígurinn. Var orðinn hálf þreyttur í lok göngunnar en samt bara þokkalega brattur. Fannst við háttatíma að fóturinn væri örlítið þrútnari en venjulega. Unnur í Gáska sagði að það væri nú ekki mikið að þrútna örlítið eftir svona labb. Enda varð þetta á fimmta kílómetra samkvæmt honum Endomondo.


Hringurinn sem var genginn

No comments: