Sunday, October 27, 2024

Tábrot


Plástur á til að halda þessu á sínum stað

Veit ekki... en það var á miðvikudaginn í vikunni sem leið, að ég gekk eitthvað hratt inn á bað og þar var stóll og sá fékk nú að kenna á því... eða reyndar frekar litla táin mín sem stóð beint út í loftið!

Einhverja sögu væri hægt að segja af því hvernig þetta var á slysó en mér var ruglað saman við einhvern útlending sem var líklega fótbrotinn eftir vinnuslys en það kom í LSH appinu mínu að ég væri farinn í gifsmeðfer... sem passar engan vegin við brotnar litlutær... því LSH gerir víst bara ekkert í þeim. Röntgenmynd tekin en ég svo bara sendur heim og ekki einu sinni settur plástur til að teipa tána við næstu tá... það þurfti ég að gera sjálfur en ekki gott að gera það upp á eigin spýtur.

Ég veit annars ekki alveg hversu rétt þetta er að ég hafi brotnað... finnst þetta allt frekar skrýtið þar sem táin virkar eiginlega ekki á mig eins og hún hafi brotnað. Ég sá annars ekki röntgenmyndina sjálfur en þyrfti helst að fá að sjá hana þannig að ég viti betur hvað ég megi gera og hvað ekki.

Ef brotið var eins og aflögunin benti til þá var beinið alveg í sundur en þar sem ég gat eiginlega alltaf hreyft tána eitthvað til þá passar það ekki alveg við þetta.  Er farinn að hallast að því að ég hafi farið úr lið eins og ég hélt fyrst en svo hafi þá e.t.v. eitthvað smávægilegt brotnað. Annar möguleiki er að læknirinn hafi bara séð eitthvað annað gamalt brot á þessari tá. Einhvern veginn er ég farinn að halda að ég hafi í gegnum tíðina bara verið nokkuð iðinn við að brjóta þessar tær mínar.

No comments: