Fór einhvern tímann síðsumars ágætan túr á þeim gula um Elliðavatn. Er kannski að ná einhverjum tökum á honum og ætla að reyna meira næsta sumar. Búinn að vera að skoða hvað þetta stöðugleikadæmi hjá mér er og komst eiginlega að því að málið snýst um tvenns konar stöðugleika. Þ.e. fyrsta stigsa og annars stigs... primary and secondary heitir það líklegast á útlenskunni. Kæjak sem er þægilegur og veltur alls ekki á sæmilega sléttu vatni, er ekki eins góður í alvöru öldugangi. Ef aldan bara setur þannig bát á hvolf þá getur ræðarinn í sjálfu sér ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Bátur sem er með sterkara secondary stabilitet er ekki jafn stöðugur á sléttu vatni en ef það er öldugangur þá getur ræðarinn haldið honum frekar á réttum kili.
En þetta verður eitthvað meira gert næsta sumar.
Guli kafbáturinn í góðum gír, 22. september 2024
No comments:
Post a Comment