Tuesday, June 11, 2024

Það er þetta með bensínlokið

20240611_220523Hefur gerst oftar en einu sinni!

Það þarf að taka bensín... það er bara sjálfsafgreiðsla... það er staðið við dæluna og beðið meðan hún gengur... ég læt bara dæluna ganga og svo heyrist klikk í dælunni... tankurinn fullur. Nú er best að koma sér af stað.

Ég lofa guð að ég hef þó alltaf munað eftir að ganga frá dælunni á sinn stað en ekki bara ekið af stað. En sem sagt... þegar búið er að ganga frá dælustútnum á sinn stað þá kemst ekkert annað að en að drífa sig áfram í allt það sem ég ætla að gera allt í einu.

Þetta skiptið áttaði ég mig reyndar mjög fljótt á þessu og gat stoppað til að laga þetta. Einhvern tímann áður þegar þetta gerðist þá ók ég heim og fór bara að sofa. Daginn eftir var ég að keyra upp Ártúnsbrekkuna og fór þá að heura eitthvað hljóð eins og eitthvað væri að slást til... sá þá bensínlokið ver að sveiflast í hliðarspeglinum. Ekki gott að stoppa þarna í Ártúnsbrekkunni en ég eitthvað á leið upp Heiðmörk eða álíka þannig að þar væri einfalt að loka þessu. Og ég skokkaði eða hvað það var og ég keyrði heim aftur... og þá var bara komið að því að muna eftir að loka þessum fjárans bensíntanki!

Eitthvað tengt ADHD... gæti það verið?
----------------------
Sett inn eftir dúk og disk... 28. október 2024

No comments: