Wednesday, November 22, 2023

Að geta ekki klárað báðar skálmar

20231122_105454_2

Ég veit ekki hversu almennt þetta er en það gerist helst til of oft hjá mér að þegar ég er að fara í skó og hef haft brotið upp á skálmarnar... þá ætla ég að færa skálmarnar niður... þetta er flókið og krefst einbeitingar. Einn skór... reima... bretta niður skálm... annar skór... reima... drífa sig af stað!

Þetta er alls ekki einhverfu neitt... ég ætla alls ekki að vera með skálmarnar svona... ég bara næ ekki að hafa einbeitinguna í þær báðar!

Eitthvað tengt ADHD... gæti það verið?
----------------------
Skráð inn eftir dúk og disk meira en ári seinna... 28. október 2024
----------------------
Og síðan þegar ég var búinn að skrifa þetta inn, næstum ári eftir að ég tók myndina af skálminni... þá tók ég eftir að ég er engu skárri núna... helsti munurinn kannski að það er hin skálmin sem er núna uppi... kenningin annars er þá sú að núna bar ég að bretta upp á skálmnarnar og náði bara að gera það við aðra skálmina! 20241028_213818_

No comments: