Svo einhverju sé haldið til haga þá var þetta fyrsta ferð mín til útlanda án þess að vera bara í vinnunni í dálítið mörg ár. Síðast líklega árshátíðarferð 2017 ætli það hafi ekki verið og svo aftur árshátíðarferð 2022 en núna tókst mér að vera með í lengingunni á ferðinni. Það var farið í tvær ljómandi fjallgöngur. Hæsta fjallið Dinara fyrst og svo tveimur dögum seinna líklega Biokava fjallið sem er aðeins lægra en samt meira krefjandi og þannig séð meira æfintýri. Hvorugt samt neitt klifur eða þannig heldur bara göngutúrar.
Svo var það árshátíð og Dubrovnik og auðvitað breyttist þetta í vinnuferð á síðasta degi þegar ég fór til Danmerkur á heimleiðinni á fund - sem reyndar var áhugaverður á Dragør.
Sett inn 5-FEB-2023
No comments:
Post a Comment