Landslagið sem kemur undan jöklinum sem opin bók og nýjar blaðsíður að bætast við þó hop á eystri jöklinum hafi verið minna en oftast. Þessi jökull hefur þó hopað mjög hratt síðustu árin og frá því við hófum að mæla hann fyrir 15 árum er hann búinn að hopa vel yfir 2 km. Á eftir að fara betur yfir mælinguna en hann er núna að hopa innan við 50 metra á ári.
Loftmynd sem sýnir líklegast malarás, esker á miðri mynd sem er myndað við rennandi vatn undir jökli. Hægra megin eru svo jökulkembur, flutes. Sveigjan á þeim sýnir skriðstefnu jökulsins og hvernig hann hefur dreift úr sér niður við vatnið. Jökullinn var að hopa frá þessi svæði á árunum 2010 til 2015.
No comments:
Post a Comment