Sunday, April 11, 2021

Um hættuástand á gosstöðvum í Fagradalsfjalli


Hér að ofan er kort sem sýnir hætusvæðið sem núna hefur verið skilgreint út af hugsanlegum nýjum sprungum sem geta opnast hvenær sem er. Einnig má sjá þrjár ferðir mínar hingað til sem ég hef farið til að skoða eldgosið og verið í mismunandi miklu návígi eins og greinilegt er.

Blái ferillinn er sá sem farinn var á öðrum goseginum, þegar ekkert hafði verið gefið út um hvar fólk ætti að fara fyrir utan að mælt var með að fólk myndi klöngrast erfiða leið yfir hraunið frá Bláalóninu. Ég ákvað að fara um Nátthagadal, þægilega leið án klöngurs eða mikils bratta. Við vorum meðvituð um að upphaflegar hugmyndir um hvar eldgosið kæmi upp tengdust Nátthaga og því höfðum við varann á þar.

Græni ferillinn var alfarið á ábyrgð almannavarna og viðbragðsaðila sem gáfu út stikaða gönguleið sem þeir aðilar væntanlega töldu öruggasta.

Blágræni (cyan) ferillinn lengst til hægri er svo þegar ég kom að gosstöðvunum úr austri og þyrla Landhelgisgæslunnar ómakaði sig við það að segja mér að svæðið væri rýmt og ég mætti ekki fara nær og þyrfti að koma mér í burtu.

Augljóslega skoðaði ég ekki mikið eldgos þegar ég var rekinn í burtu á svæði sem er fjarstæðukennt að hafi verið hættulegt. En út frá því hvernig græni ferillinn (opinberi ábyrgi ferillinn sem var metinn öruggur væntanlega af yfirvöldum) er borinn saman við bláa ferilinn (útfærður af mér út frá þeim upplýsngum sem ég var með um gosið á öðrum gosdegi) má spyrja má sig hvort það sé ekki bara betra að fólk með þokkalega útivistarreynslu og ágæta þekkingu á jarðvísindum fái að stýra eigin öryggi sjálft án opinberra boða og banna.

No comments: