Ekki hefur maður nú alltaf alveg rétt fyrir sér!
Jæja... ætli þetta sé búið. Engir skjálftar frá því líklega um hálfan sólahring við Fagradalsfjall en virknin hefur hoppað út í sjó undan Reykjanestá.Það er þetta með líkur á eldgosi... það eru ennþá alveg líkur á eldgosi en þær fara og hafa farið hratt minnkandi tel ég síðustu daga. Það þýðir samt ekki að það gæti komið eldgos með mjög stuttum fyrirvara þarna við Fagradalsfjall ... en líkurnar fara minnkandi.
Það skemmtilega við líkur er að maður getur alltaf sagt að maður hafi haft rétt fyrir sér ef talað er um líkur á einstökum atburði svo framarlega sem maður fer hvorki í 100% líkur eða 0% líkur.
Líkur á eldgosi fyrir um viku síðan voru alveg 50% kannski er hægt að segja en núna kannski 1% til 5% en það segir ekki að maður hafi rangt fyrir sér þó það verði komið eldgos uppúr hádegi.
Birt fyrst á Facebook að morgni þess dags þegar gosið svo byrjaði!
Að hafa rétt fyrir sér eða ekki... það stendur svo sem ekkert þarna að ég hafi verið búinn að afskrifa eldgos morguninn áður en það hófst en í huganum var ég búinn að því og var bara frekar feginn að þurfa ekki að hugsa meira um þetta. Samt ætla ég nú að halda því til haga að það stendur ekkert annað þarna en að ég telji líklegast líkur á eldgosi fara minnkandi en það þýði samt ekki að eldgos geti alveg hafist með mjög stuttum fyrirvara - sem er nákvæmlega það sem gerðist!
Aðrir voru talsvert óheppnari, opinberu jarðvísindamennirnir sem vita mest og best sem létu hafa eftir sér í fjölmiðlum að þessu væri bara lokið á sama tíma og eldgosið var að hefjast - og svo þeir sem kölluðu eldgosið ræfil og sögðu það ræfilslegt og yrði að öllum líkindum lokið inann fárra daga ef það entist svo lengi!
No comments:
Post a Comment