Tuesday, February 02, 2021

Ný skíði

Upgrade eða frekar reyndar downgrade en samt örugglega ágætt ætla ég að vona

Upgrade eða ekki... nei ekki en samt kannski passandi betur.
Gömlu Fischer þarna líka að fá að vera með á myndinni.

Það var farið í Fjallakofann til endurnýjunar eftir brotnu skíði gærdagsins.


Alveg tvær heimsóknir í Fjallakofann. Var mættur fljótlega eftir opnun. Einhver strákur að afgreiða mig sem ég held að hafi nú ekki vitað neitt allt of mikið um gönguskíði... samt vissi hann nú svo sem alveg örugglega alls konar. En það breytti ekki því að þegar ég kom heim með skíðin þá sá ég að á eldri skíðunum stóð Medium og Plus. en bara Medium á þeim nýju. Sem sagt ekki alveg eins. Einnig var rautt undir miðjunni á nýju skíðunum. Tókst að komast að hvað þetta var og plus skíðin eru til að nota í hita sitt hvorum megin við frostmarkið en hin eru fyrir kulda... -5°C til -30°C... ekki alveg kjöraðstæðurnar fannst mér. Eftir smá spekúlasjón ákvað ég líka að ódýrari ekki keppnis útgáfan myndi henta mér betur. Það var því farið aftur í Fjallakofann.

Þar sem ég var núna að skipta og vesenast þá fékk Helmut það hlutskipti að afgreiða mig. Eftir miklar spekúlasjónir er ég kominn heim með XP20 skíði í staðinn fyrir keppnis RX10 og er með plús skíði fyrir ekki of mikinn kulda og það sem við Helmut komumst að var loks að fitabolla eins og ég þarf 204cm skíði með meiri stífleika. Þ.e. ekki medium heldur Hard. Medim skíðin eru fyrir fólk undir 90kg og ég er víst ekki þar og ekkert á leiðinni að verða of léttur ef miðað er við hvað stífu skíðin eru gefin upp fyrir. Ég má því fara að spyrna mér almennilega ef ég ætla að ná almennilegu gripi á þeim... nema ég beri bara gripdrasl á allan botninn eins og hann leggur sig.

Talaði svo eitthvað um klístur við Helmut... og jú, hann sammála mér að klístu er ekki bara til að nota á vorin heldur er það líka klístur það sem virkar á klakann.

En það þarf víst að fara að preppa eitthvað þessi nýju skíði er ljóst. Base og rennslis, sandpappír og læti.
--------------------------------------------------
Veit annars ekki hvað er langt síðan ég setti inn tvær bloggfærslur sama daginn!

No comments: