Hún var heldur stuttaraleg gönguferðin á Álút með FÍ laugardainn var, þar sem ég sneri við með hluta hópsins áður en endamarkinu var náð. Ég greip því að æfa mig betur fyrir Fossavatnsgönguna. Markmiðið var að fara hálfa vegalengdina og sjá hvernig það kæmi út hjá mér. Það voru því farnir heilir þrír hringir og aðeins betur en það þannig að 25 km næðust á track. Það gekk allt saman eftir og var ekkert rosalega erfitt þannig séð. Reyndar vel glaðhlakkalegur á myndinni að ofan eftir svona 3 km en aðeins þreyttari þegar dimmt var orðið og Venus varð mitt kennimark eftir um 20km eins og á neðri myndinni.
Var svo eitthvað þreyttur þegar heim kom en frekar ónýtur daginn eftir. Þegar þetta er skrifað daginn þar á eftir var ég orðinn nokkuð góður aftur og tímaleysi helst að koma í veg fyrir að taka eins og einn hring. Ætla nú samt að gera ráð fyrir að ná því enda held ég að snjórinn láti á sjá á morgun.
Sem fyrst þarf ég svo að skrölta annað hvort fjóra hringi eða þá fara i Bláfjöll og þvælast þar um og ná 30km. Þetta hlýtur allt að koma. Aðalvandamálið verður væntanlega samt að finna sér gistingu þarna fyrir vestan, sýnist það allt vera í tómu tjóni.
No comments:
Post a Comment