Át götóttan ost en gataði vonandi ekki á prófinu
Dálítið búinn á því eftir prófatörn. Reyndar eftir barlóm pósts fyrir svona viku þá var ritgerðarprófið sem ég var að taka þá óttalegt klúður hjá mér frá upphafi til enda. Átti að skrifa 3000 orða review paper og var dálítið þannig að ég tók eitthvað héðan og þaðan til að klessa inn í það sem ég var að gera. Ekki sérlega góð vinnubrögð og veit ekki hvaða umsögn ég fæ eftir það - en sleppur vonandi fyrir horn. Var búinn að hafa einhverjar vikur til að vinna þetta en komst ekkert til þess fyrr en seinustu vikuna. Það varð svo til þess að ég gerði ekkert í seinna prófinu fyrr en frekar seint. Átti að hafa um 10 daga til að vinna það en gat ekki nýtt nema 3-4 daga. Það var hins vegar alvöru heavy próf sem tók allan hugann þann tíma. Kom sjálfum mér jú bara þægilega á óvart með að geta eitthvað í því, því það fag var í hálfgerðri klessu hjá mér. Niðurstaðan þá sú að ég á von á að fá bágt fyrir það sem ég hélt að ég hefði dálítið á hreinu en svo frekar skárra fyrir það sem ég hélt að ég væri úti á túni með.
No comments:
Post a Comment