Þetta er allt saman með dálitlum ólíkindum og á margan hátt hið einkennilegasta mál en það er samt ekkert þarna í fréttinni hjá Heimildinni, (hvað ég nennti að lesa hana) hjá Heimildinni sem kemur á óvart sérstaklega með Jón Gunnarsson.
Ég hélt að það hefði verið alveg augljóst að hann fór þarna inn í matvælaráðuneytið til að hefna sín á Vinstri grænum og alveg sérstaklega til hjálpa vini sínum Kristjáni Loftssyni að fara aftur að veiða hval. Hann var meira að segja búinn að lýsa því yfir sjálfur að hann ætlaði sér að gefa út leyfi til hvalveiða.
Það var í sömu fréttunum að Jón tæki þetta 5. sæti á lista og að hann myndi hætta á þingi til að fara að taka til í matvælaráðuneytinu. Það var því algjörlega augljóst hélt ég að þetta hékk allt saman saman. Það sem er hins vegar ótrúlegt er að Jón Gunnarsson sé það þekktur erlendis að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi sett upp gerfifyrirtæki og sent hingað njósnara til að veiða upplýsingar upp úr syni hans. Til að gera þetta enn einkennilegra þá hófst allt saman áður en stjórnarslitin urðu og algjörlega ófyrirséð hélt ég að Jón Gunnarsson væri að fara þarna inn í matvælaráðuneytið sem var þá í höndum Vinstri grænna.
Það má líka velta fyrir sér hvernig fólk er að fara með trúnaðarupplýsingar. Sonur Jóns á varla að vita hvað fer á milli Jóns og einhverra innvígðra nema hann sé sjálfur þannig innvígður og hann á í öllu falli ekki að vera að gaspra um það við einhvern erlendan "viðskiptafélaga".
Spurningin vaknar svo eiginlega líka hvort eitthvað fleira svona sé í gangi. Ef Jón hefði ekki farið þarna inn í matvælaráðuneytið þá hefði þetta líklegast aldrei orðið frétt og Jón bara siglt í rólegheitum út úr pólítíkinni. Eru svona njósnir bara daglegt brauð en oftast verður ekkert úr neinu því ekkert krassandi kemur í ljós?!
Og það er alveg klárt í mínum huga að þeir sem settu upp þessa undarlegu fléttu til að plata soninn eru bara glæponar og þeir feðgar fórnarlömb glæponanna.
No comments:
Post a Comment