Það var ákveðið að fara WOW með Deloitte. Ekki eins og fyrir tveimur árum þegar mér var boðið með tveggja daga fyrirvara. Núna fékk ég alveg mína tvo mánuði og rúmlega það. Enda var ég í eitthvað betra hjólaformi en þá þó það hafi nú ekki verið neitt framúrskarandi.
Undirbúningurinn var ekkert of mikill hjá liðinu. Það voru bara tvær sameiginlegar æfingar hjá okkur og eitthvað mjög illa gekk líka að ná liðinu saman. Það var samt komið eitthvað sem átti að vera endanlegt lið um tveimur vikum fyrir keppnina. það var hins vegar ætunin að hjóla líka með Deloitte NSE, með lið frá Newcastle. Það var þá ein þaðan, Anna Oswald, sem ætlaði að koma með okkur en þegar á reyndi voru forföll íu breska liðinu og þau þóttu ekkert geta hjólað, með vonlaust skipulag og endaði það með að Anna færðist yfir til þeirra aftur.
Meginmarkmiðið í mínu huga var að við kæmum öll heil heim og að það yrði gaman. Það gekk ljómandi vel eftir. Einu notin fyrir sjúkrakittið mitt var að vefja stýri þar sem stýrisvafningar höfðu losnað. Stemmarinn í mínum hópi var alveg eðal allan tímann. Hefði kannski mátt vera eitthvað meiri keppnisaksjón á köflum en var nú samt alveg í góðu lagi held ég.
Ég reyndar eins og venjulega að drepast úr tímaskorti hitti liðið norðan Hvalfjarðarganga en þar skildi ég þá bílinn minn eftir.
Það var gaman og lærdómsríkt að hjóla með Bretunum. Við vorum fimm í mínum hluta íslenska liðsins en bretarnir voru bara fjórir að hjóla með einn að auki sem var bara að keyra. skipulagið varð því þannig að við fengum alltaf nýjan hjólara í hvert skipti. Að mestu héldum við saman nema uppi á Holtavörðuheiði þar sem ég hjólaði einn á undan þeim í mjög hvössum hliðarvindi. Gamli fjallakallinn lét vindinn ekkert of mikið á sig fá og hjólaði bara í rólegheitunum með hjólið næstum á hlið. Bretarnir og líklega fleiri lið sem voru á svipuðum slóðum voru í skjóli af bílum til að komast þarna niður af Holtavörðuheiðinni.
Við fimm í íslenska liðinu vorum ekkert mjög ójöfn og að meðaltali hraðari en hinn hluti íslenska liðsins þar sem samt Heimir sá hraðasti okkar allra var. Sama mátti segja um bretana, þeir voru allir hraðir sem voru með okkur og tveir þeirra talsvert hraðari en ég - eða það fannst mér. Eftir á var e.t.v. best að hjóla með þeim en samt var engin sérstök tilhlökkun að hjóla með Patrick á meðan á því stóð en eftir á var það æðislegt. Náði almennt alltaf að skiptast á að drafta með honum. Eftir á þá sýnist mér að ég hafi verið með mesta meðalhraðann af íslendingunum - öllum. Heimir hins vegar hjólaði mikið meira en ég og reyndar var hinn hlutinn fyrir bæði lönd þannig að liðsmenn hjóluðu mjög mismunandi mikið. Í mínum hluta þá var þessu þanig séð alveg jafnt skipt.
Skráður tími á báðum liðum var 49:09.
No comments:
Post a Comment