Tuesday, November 01, 2016

Járnabindingin tekin úr


Fóturinn kominn í umbúðir


Í dag er þriðjudagur en á föstudaginn lagðist ég undir hnífinn. Flatjárnið á sköflungnum skyldi tekið af. Mér skilst að Rikki skurðlæknir hafi skorið mig en ég var víst sofnaður þegar hann kom inn á skurðstofuna og hann var farinn þegar ég rankaði við mér. Var bara yfir daginn á Borgarspítalanum.

Skurðurinn er auðvitað af sama kaliberi og þegar ég var skrúfaður saman í janúar 2015 og jafnvel enn stærri. Mér finnst hann a.m.k. alveg ógnar langur. Held að hann sé eitthvað uppundir 20cm. Átti að taka umbúðir af honum - ég bara sjálfur - í gær í síðasta lagi. Gerði það í gærkvöldi og það lak smá blóð úr þessu ennþá. Leist ekkert allt of vel á skurðinn eða hvað hann grær ekki mjög hratt. En í öllu falli sýnist mér að það sé ekki nein ígerð í þessu. Fannst hann samt enn vera hálf opinn. Ákvað að bíða aðeins með að fara í vinnu en er að reikna með að fara á morgun samt.

Á enga mynd af skurðinum en hann er svona alvöru halloween gerfi myndi ég segja!

No comments: