Það gekk betur í tilraun 2 á Hlöðuvelli. Mér telst reyndar til að þetta hafi verið 13. ferðin þannig að kannski hefur óhappatalan eitthvað gildi. Næst er þá 14. ferðin og einhvern tímann ákvað ég að 14 væri happatalan mín.
Norðurljósin sviku mið reyndar hálfpartinn. Voru bara í meðallagi á meðan ég var vakandi. Náði samt einhverjum myndum. Ók norður að Stórasteini og tók einhverjar myndir. Skemmtilegt að hafa t.d. eðalfjallið Skjaldbreiði á myndunum. Velti dálítið fyrir mér ljósinu sem sést á þessum myndum. Sú fyrri er tekin við Stórastein sem er við norð-vestur horn Hlöðufells. Ég geri ráð fyrir að bjarminn sem þar sést yfir vinstri hlíð Skjaldbreiðar sé frá Reykjavík. Stefnan passar a.m.k. miðað við það.
Ég er hins vegar í vanda með bjarmann á seinnni myndinni sem er tekin undir morgunn frá Hlöðuvöllum. Bjarminn sem sést þar er í stefnu eitthvað norð-vestur og þar er enga sérstaka byggð að finna sem gæti skýrt bjarmann. Liggur reyndar í áttina að skálabyggingum jeppa og sleðamanna norðan Skjaldbreiðar en efast um að ljósin komi þaðan. Held því helst að þetta sé frá tunglinu. Hef samt ekki athugað líklega stefnu að tunglinu klukkan 5 að morgni 30. september.
No comments:
Post a Comment