Saturday, February 13, 2016
Kannski er maður bara hrakfallabálkur - en fer ekki að vera komið nóg!
Veit ekki hvort ég á að vera að skrifa þetta - en betra að hafa þetta hér en að hafa þetta á Fésbókinni sem minnir safnar minningum yfir árið og endar þá á að upplýsa mann um að árið 2016 hafi verið hrakfaraár eins og þau tvö á undan. Er ekki komið nóg!
Röð tilviljanakenndra atvika og ákvarðana eru þess valdandi að núna hef ég ekki lengur bílinn minn - Norðlendinginn eins og ég kallaði hann stundum - nema sem eitthvað dót í poka fyrir utan útidyrnar.
Um hádegið hringt í Gunna - hvort það væri ekki upplagt að fara aðeins á skíði. Ég ekkert farinn að fara á svigskíði eftir fótbrotið fyrir rétt rúmu ári og því bara ætlunin að fara á gönguskíði upp á Mosfellsheiði. Þangað eru margir kílómetrar og því þurfti að taka eldsneyti.
Ég kominn til Gunna rétt upp úr kl. 2 eftir hádegið. Ekki með bensínkort og þurfti að sækja það. Kom svo niður Bústaðaveg en gleymdi að beygja inn á bensínstöðina þar sem ég er með mestan afslátt. Farin slaufa við Elliðaárbrýr og til baka. Kannski átti þetta að gerast - hvað veit ég!
Tankurinn fylltur hjá Atlantsolíu og svo ekið af stað. Bíð á rauðu ljósi á Bústaðavegi við Reykjanes braut. Lagði strax af stað enda beið skemmtileg skíðaferð eftir okkur. Loksins vorum við að komast af stað. Kominn einhverja metra út á götuna og þá öskrar gunni, við hendumst til inni í bílnum - það er árekstur í gangi - líklega lyftist bílinn að framan og svo er allt kyrrt. Gunni ekki að ná andanum fyrst en nær svo að anda sem betur fer. Ég finn strax að ég er ekki neitt slasaður þannig séð og Gunni ekki heldur. Fólkið í hinum bílnum ekki heldur slasað að neinu ráði.
Veit ekki hvað ég á að segja um þetta. Þó minn bíll (blái jeppinn) líti ekki út fyrir að vera mikið klesstur á myndinni þá var hinn bíllinn á 80 km hraða og náði líklega ekki að bremsa nokkurn skapaðan hlut. Konan sem ók þeim bíl sá ekki út af birtunni líklega - sólin á móti - að ljósið var orðið rautt - og ók bara beint á mig. Var líklega á miðju akreininni og slapp næstum því en dugði ekki til. Líknarbelgir blésust upp. Tvær konur og ein lítil stelpa í hinum bílnum. Þær dálítið marðar eftir bílbeltin en að mestu leyti í lagi samt líka.
Kristján kom og sótti okkur og var heila eilífð á leiðinni enda var umferðaröngþveiti út um allan bæ vegna þessa árekstrarins!
Gunni með bólgið hné og verk í bringubeini. Ég með verk í síðu og aðeins í vinstri öxl og fætinum sem brotnaði. Engin alvarleg meiðsli samt held ég. Litum við á Slysó en ákváðum að bíða með skoðun þar sem við vorum í sjálfu sér ekki þannig séð slasaðir. Var ráðlagt að fá áverkavottorð en niðurstaðan sú að það væri hægt að fá slíkt þess vegna bara á heilsugæslustöð eftir helgi.
Eftir situr að eitt af því fáa hjá mér sem ég var svona almennt mjög ánægður með var þessi bíll og núna er hann líklega farinn. Geri ekki ráð fyrir öðru en að viðgerðin á honum verði dýrari en bíllinn sjálfur. Hann er líklega allur boginn þó hann hafi ekki beyglast mikið þannig séð. Hurðin farþegamegin ekki að opnast eðlilega sem segir það að hann er talsvert grindarskakkur. Fæ eitthvað út úr tryggingum en efast um að ég finni aftur slíkan happafeng í bílakaupum sem þessi Nissan Terrano minn var.
En augnablikið í bílnum þegar þetta gekk yfir situr dálítið illa í sálinni manns.
Það skondnasta er hins vegar að við söfnuðum saman dótinu sem var í bílnum til að taka með heim. Ég setti eitthvað dót í plastpoka sem löggan lét mig hafa og svo var einher annar plastpoki þarna. Báðir fóru í bílinn hans Kristjáns - enda dráttarbill búinn að sækja báða klessubílana. Svo þegar skoðað var í hinn pokann þá kom í ljós að það var bara drasl sem brotnaði af bílnum mínum og kannski hinum við áreksturinn!
Verst var svo að þar sem ég var með linsur í augunum til að geta verið með eðlileg sólgleraugu - þá var ég með gleraugun mín í bílnum. Þau hentust eitthvað til við áreksturinn og urðu efir í bílnum. Ætla rétt að vona að þau skili sér enda kosta þau líklega eitthvað uppundir 200 þúsund!
Frétt af mbl.is um áreksturinn
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment