Hraunfjaran sem þetta gerðist í... ekki nákvæmlega þarna en eitthvað
svipað saklaust umhverfi.
Það var víst 8. mars... einkennilegasta bylta æfi minnar... ég var bara að reima skóna mína en á sama tíma að tala við alveg 2-3 og eitthvað annað fólk að spyrja mig um eitthvað og ég eins og oft ekkert að hugsa um hvað ég er að gera þangað til ég átta mig á að ég er að missa jafnvægið. Vinstri fóturinn vísaði aftur á meðan ég var að reima og annað hvort var hann fastur í hraungjótu eða hann bara bögglaðist undir mér. Niðurstaðan var sú að ég var ógöngufær. Til að gera þetta skemmtilegt þá var þetta í ferð með FÍ og ég einn af fjórum fararstjórum ferðarinnar.
Aðstæður voru eitthvað eins og á myndinni að ofan ef maður er bara með einn nothæfan fót og hinn þannig að hann er allur í klessu þá er erfitt að komast yfir og fór ég eitthva köngulóarskrið á þremur útlimum til að komast út úr hrauninu. Var svo studdur af einum þátttakanda í ferðinni og Gunna sem var í hlutverki fararstjóra. Björgunarleiðangur frá rútufyrirtækinu til að koma mér á slysó og þar tók við margra klukkutíma bið eftir einhverri niðurstöðu.
Niðurstaðan var brot á Fibula, sperrileggnum mjög ofarlega, eingin aflögun og ekkert að sjá nema strik í beininu á röntgenmyndinni. Fór ekki í gifs en átti að koma aftur í endurkomu strax eftir helgi. Það fór síðan í eitthvað rugl og á mánudeginum vildi göngudeildin, bæklunardeildin eða hvað það kallast ekkert fyrir mig gera og bráðadeildin var búin að útskrifa mig. Skilaboðin mjög misvísandi. Mér ekkert almennilega sagt hvað ég mætti gera, einhver álagsmynd af ökklanum ekki lengur á dagskrá en mín staða þannig að ökklinn var mjög lélegur og kálfvöðvinn ekki að virka. Mátti ekki keyra bíl og ekkert um það hvenær það ætti að breytast. Ég átti sem sagt bara að gera eitthvað þangað til eftir 4-6 vikur og ef ég væri ekki orðinn góður þá, þá ætti að fara að gera eitthvað.
Ég vonaði svo sem að ég yrði bara orðinn góður eftir þessar vikur en hvernig ég átti að haga mér í millitíðinni var eitthvað mjög óljóst og svo vissi ég líka nbokkurn veginn að ef ég yrði ekki góður á þessum vikum þá yrði mjög slæmt að ekkert hefði verið gert fyrr.

Vika 1
Þessa fyrstu viku var ég að mestu á tveimur hækjum. Ekki hægt að nota brotna fótinn nema til að styðja sig við hann. Var í sambandi við lækni á Heilsugæslunni sem komst a.m.k. að því að þetta með að ég mætti ekki keyra var bara eitthvað upplýsingarugl frá Bráðamóttökunni. Hún var svo sem ekkert með neitt meira um hvað ég ætti að gera annað en að ég mætti stíga í fótinn upp að sársaukamörkum. Ef ég yrði ekki orðinn það góður að geta gengið upp að Steini í Esjunni án mikilla erfiðleika eftir líklega þessar 4-6 vikur, þá ætti ég að hafa samband við Heilsugæsluna aftur.Þetta var svo sem ágætt eða ekki. Ég reyndi að fara eitthvað eftir þessu en eftir að hafa hugsað eitthvað þá þorði ég ekki mikið að reyna á kálfvöðvann því ef hann væri eitthvað alvöru tjónaður sem ég vissi ekkert um því það var ekkert skoðað á Bráðamóttökunni, þá væri ég líklegast að skemma fyrir batanum þar.
Staðan á mér þessa fyrstu viku var mjög hægfara bati minnir mig. Það sem ég helst gerði var að ég fór í stutta göngutúra með tvær hækjur líklega þarna í fyrstu vikunni og undir lok vikunnar þá prófaði ég að fara á trainer heima í stofu til að fá blóðrásina af stað í fætinum.
Vika 2
Það var líklega í annari viku að ég fór til sjúkraþjálfara. Hafði viljað fá Árna í Gáska sem ég var hjá fyrir 10 árum en það fékkst ekki. Fór til einhvers annars þar. Fannst eftir á að hann hefði ekki gert mikið annað en að segja bara já við því sem mér fannst og ég lagði til. Fékk þó einhverjar æfingar sem ég fór eitthvað að gera og hjálpuðu örugglega með ökklann og kálfann.Var líka kominn á eitthvað aðeins meiri bataveg og farinn að ganga mest með bara eina hækju og alltaf enga ef ég var ekki sérstaklega að þjálfa fótinn.
Fór svo í Fellsmörk með Gunna um helgina. Það var svo sem ekkert mikið vit í því en líklega allt í lagi fyrir fótinn. Það sem reyndar helst gerðist þar var að ég fékk einhvern hroðalegan magaverk sem er ennþá núna tveimur vikum seinna að trufla mig.
Vika 3
Í þessari viku fann ég að fóturinn var að koma til. Það var ekki lengur sérstakt sársaukafullt verkefni að koma kúplingunni á bílnum niður og fóturinn var ekki alveg stirður og ómögulegur þegar ég fór á fætur á morgnanna. Magaverkurinn var samt að trufla mig áfram en það er væntanlega ekki tengt fætinum en fylgir hér með þannig að ég muni eitthvað.Líklega var það í þessari viku sem ég byrjaði aðeins að reyna að nota fótinn á eðlilegan hátt í göngu án þess að nota hækjuna.
Það var síðan alveg skelfilega mikið að gera í vinnunni þannig að ég náði ekki að sinna fætinum nógu vel þessa vikuna. Helgin fór að mestu í að hvíla mig.
Vika 4
Þetta hélt áfra mað batna. Göngutúrarnir um hverfið voru á einni hækju og ég hélt bara á henni að hluta og loks hélt ég á henni allan göngutúrinn og fór svo daginn eftir bara án hækjunnar. Þetta var líklega fyrri part vikunnar jafnvel helgina á undan. Á föstudeginum fékk ég mér stuttan göngutúr í Heiðmörk án hækju en með göngustafi tvo til að ýta mér áfram í kraftgöngu. Úrið mitt reyndar gerir ekki mikið úr þessari kraftgöngu og telur að ég sé að verða að aumingja. Annað hvort er úrið úti á túni með þetta allt saman eða þá að þessi magaverkur er eitthvað alvarlegt. Sé ekki að fóturinn eigi að segja úrinu það að ég sé að verða að aumingja. En þetta kemur vonandi eitthvað í ljós.