Svona það sem ég ætlaði að halda til haga voru nokkrir hápunktar... eða kannski frekar lágpunktar.
Þegar ég var að fara heim af spítalanum eða var í fyrstu gifsskiptunum að þá vildi aðstoðarlæknirinn sem var með í skurðaðgerðinni fá að hitta mig. Hann var líklega á leið í sérnám í skurðlækningum og var með til að sjá framkvæmd aðgerða. Hann sagði mér að áður en aðgerðin hófst þá hefði hann í raun ekki gert ráð fyrir að ég myndi nokkurn tímann geta gengið aftur +a eðlilegan hátt. Aðgerðin hefði hins vegar heppnast þvílíkt vel að hann teldi þá eftir aðgerðina allar líkur vera á því að ég kæmist aftur á lappir og kæmist aftur á fjöll
Það var þegar ég var búinn að vera í gifsi í eitthvað yfir tvo mánuði og losnaði loksins við það - var búinn að hlakka þvílíkt til. Er svo trillað í hjólastól til Rikka skurðlæknis og hann bara horfir á röntgenmyndina og segir svo upp í opið geðið á mér að þetta sé bara alveg ógróið ennþá og núna verði ég bara að fara að ganga á járnunum. Ég sem auðvitað hafði haldið að ég gæti bara farið að ganga eitthvað um leið og ég kæmist úr gifsinu.
Þegar fóturinn kom úr gifsinu og var upp að hné með eiginlega einsleita breidd. Tábergið sem er á að vera aðeins breiðara en ökklinn með sömu breidd og ökklinn sem var stokkbólginn og blautur af bjúg. Ökklinn já eins og ég veit ekki hvað. Og kálfavöðvarnir sem voru bara gjörsamlega horfnir.
Og svo þegar ég hitti fyrst Árna sjúkraþálfara í Gáska. Ég á tveimur hækjum með fót sem var hægt að vinda í orðsins fyllstu merkingu, útþaninn af bjúg og bólgum – og ég bara spurði hann hvenær ég mætti eiga von á að komast í alvöru fjallgöngu! Hann sá að þetta var alvöru verkefni!
Eða þegar ég var í sjúkraþjálfun að reyna að virkja aftur litlu vöðvana í ökklanum. Ég horfði á ökklann og heilinn í mér sagði honum að nugga fætinum eitthvað til… en það gerðist ekkert. Þessir vöðvar sem höfðu ekkert gert í einhverja mánuði voru líklega farnir að halda að þeir myndu aldrei aftur gera neitt og voru bara hættir að nenna að bíða eftir þessu.
Eða þegar ég fékk baslagið líklega svona 8 mánuðum eftir að ég brotnaði og fór að nota hækjurnar aftur í smá tíma. Það var ekki gaman en ég komst fljótt aftur á góðan bataveg.
Eða þegar ég hitti Rikka skurðlækni í eitt af síðustu skiptunum og það var búinn að vera nokkuð góður tröppugangur í því hvað ég mátti gera. Fyrst mátti ég ganga með tveimur hækjum, svo einni hækju, svo án þess að vera með hækju… að sársaukamörkum… mátti hjóla en það eina sem var eftir var að hann segði að ég mætti hlaupa. En þá kom hann með þennan skelfilega dóm að ég mætti aldrei alla æfina, aldrei hlaupa aftur. Rökin þau að þegar maður hleypur þá kemur alltaf högg á fótinn og minn fótur myndi ekki þola það. Ég tók svona eitthvað mark á honum og ég svo sem var ekkert fær um að hlaupa eitt né neitt þarna fyrst. Svo kannski svona ári seinna þá fór ég að hlaupa við fót upp í móti á malarstígum uppi í Heiðmörk sem svo þróaðist í að ég bara fór að hlaupa á malarstígum og utanstíga. Dásemdarhlaup þar sem markmiðið var alls ekki að hlaupa hratt heldur að hlaupa varlega. Ennþá hleyp ég helst ekki niður því þá er mikið erfiðara að passa fótinn og almennt hleyp ég aldrei á malbiki eða hörðu undirlagi. Undantekning reyndar var gerð í ágúst þegar ég fór í Reykjavíkurmaraþon – 10 km og mikið djöfull var það æðislega gaman.
Núna þessum tæpu 10 árum seinna er fóturinn í rauninni alveg ótrúlega góður. En ég hugsa alltaf um þennan fót á sérstakan hátt og passa mikið betur uppá hann. Ef ég finn til í fætinum sem brotnaði þá verð ég alltaf dálítið skelfdur og núna er slæmt að hann sé með brotna tá.
Það sem ég síðan má eiga von á einhvern tímann seinna… kannski eftir fá ár en vonandi eftir mjög mörg ár, er að brjóskið í hælnum verði búið. Bæði er að ég tjónaði brjóskið í slysinu – sköflungurinn brotnaði neðst og sprungur náðu niður hælbeinið í gegnum brjóskið – og svo að það er alltaf einhver stallur á sköflungnum sem er hægt og rólega eða þannig, að spæna brjóskið upp. Ég þarf því ekki að gera ráð fyrir að það endist mér út æfina. Rikki sagði annars að það væri ekkert mál… þá yrði ökklinn bara gerður stífur
......
----------------------
Myndatexti á undan /a merkinu... þarf ekki /br á eftir...
----------------------
....