Friday, July 12, 2024

Vel heppnað sólóferðalag: 7-11 júlí 2024

20240710_160814Á Breiðárlóni

Kannski það best heppnaða sem ég gerði sumarið 2024. Farið fyrst í Skaftafell með viðkomu reyndar í Fellsmörk því kerran var eitthað trufla mig... kerra... jú ég var sko græjaður í að fara á kajak og að hjóla.

Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar var annars að kanna aðstæður vegna göngu FÍ á Kristínartinda og það gekk ágætlega að fara þangað eftir að ég var loksins þangað kominn. Ferðalagið þangað tók sem sagt tvo daga þar sem stoppað var yfir nótt í Fellsmörk. Til að gera þetta enn undarlegra þá tók það mig a.m.k. jafn marga daga að komast af stað.

Var í tvær nætur held ég í Skaftafelli. Kom um hádegi og fór þá á Kristínartinda. Gekk vel. Skemmtilegar samræður við nágrannann á tjaldstæðinu... veit reyndar ekkert hvað hún heitir og hitti hana væntanlega aldrei aftur en gott spjall. Svo hjólað inn í Bæjarstaðaskóg og spjall við Ægi í Advania á eftir... við reyndar dálítið lengi að fatta það að við unnum aldrei saman hjá Skýrr heldur bara hjá IMG.

Síðan var haldið austur á bóginn og farið á kæjak fyrst á Breiðárlóni. Þar var stöðugur straumur af litlum túristarútum - aðallega gömlum Econlinerum að fara inn að jöklinum þar sem fólk seinna um sumarið fórst að voða í íshelli sem hrundi. Ég óttast dálítið að þessum vegi sem ég notaði tilk að komast að lóninu verði lokað vegna íshellarugls.

Svo var það Fláajökulslón sem ég þekkti eitthvað til eftir jarðfræðiferð þar rúmum 10 árum fyrr.

20240708_124825Bransalegur á tjaldstæðinu í Skaftafelli.

Það sem kannski er aðeins að trufla mig er að þessar sólóferðir mínar eru að frekar mörgu leyti bestu ferðirnar sem ég fer. Þarf ekki að vera að sannfæra aðra um hvað eigi að gera og ferðin getur verið algjörlega óskipulögð og heimferðartími bara eftir einherja daga og kemur þá bara í ljós. Ef farið er með einhverjum öðrum þarf alltaf að vera búið að ákveða hvað ferðin á að vera löng og helst eitthvað meira hvað eigi að gera... og ég þarf að fá aðra til að samþykkja það sem mig langar til að gera. Og ef eins og var í þessari ferð að ég hitti skemmtilegt fólk... þá var þetta bara fullkomið!
------
Skráð inn eftir dúk og disk, 27-10-2024